Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldin kl. 21.00 á gamlárskvöld. Sýningin verður á öðru svæði en vanalega þar sem áramótabrennum hefur verið aflýst í ár. Skotið verður upp frá ótilgreindu svæði í nágrenni Lindahverfis en nákvæm staðsetning skotstaðar verður ekki gefin upp til að koma í veg fyrir hópamyndun.
Sýningin mun sjást víða og verður til dæmis hægt að fylgjast með henni af bílastæðum við Smáralind, Lindakirkju og við verslunarkjarna við Skógarlind (ELKO, Krónan) ásamt því að sjást vel frá Lindahverfi, Salahverfi, suðurhlíðum Kópavogsdals og víðar.
Fólk sem hyggst njóta sýningarinnar er beðið um að virða fjarlægðatakmörk og sóttvarnareglur.
Deila fréttinni