Í gærkvöldi var fyrsta samæfing undanfara sunnan heiða þennan veturinn. Sveitirnar skipta á milli sín einni æfingu á mánuði allan veturinn og er þema þeirra mismunandi. Septemberæfingin var haldin af Björgunarsveit Hafnarfjarðar en sú æfing er alla jafna létt upprifjunaræfing til að koma mönnum (og konum!) í gírinn fyrir veturinn. Spora menn buðu til sín í nýja húsnæðið þeirra sem er afar glæsilegt. Framkvæmdar voru ýmsar mismunandi bjarganir og spottavinnuæfingar.
Aðalmarkmið samæfinganna er að samhæfa þá undanfara sem fara í útköll þar sem að oft koma bara nokkrir frá hverri sveit sem sameinast svo í stærri hóp sem leysir verkefnin saman. Góð samvinna skilar sér í faglegri vinnu og styttri tíma. Hér fylgir ein mynd af samæfingunni þar sem haldin var tímakeppni í að ferðast upp og niður línu.
Deila fréttinni