Þriðjudaginn 13. september n. k. verður kynning á unglingastarfi Hjálparsveitar skáta Kópavogi. Kynningin hefst kl 20:00 í sal Björgunarmiðstöðvarinnar við Bakkabraut 4.
Boðið er uppá öflugt félagsstarf fyrir unglinga í Kópavogi sem fæddir eru á árunum 1999, 2000 og 2001. Í starfinu eru þáttakendur kynntir fyrir grunnatriðum björgunarstarfa og almennrar ferðamennsku. Þeir öðlast þar með dýrmæta reynslu af útivist, ferðamennsku, rötun, fyrstu hjálp, snjóflóðatækni, leitartækni og fleira sem mun einnig nýtast sem undirbúningur fyrir nýliðaþjálfun sveitarinnar fyrir þá sem hafa áhuga á áframhaldandi starfi .
Mikið er lagt uppúr því að unglingastarfið fléttist við almennt starf sveitarinnar og að ungliðar taki virkan þátt í fjáröflunum, æfingum, vinnukvöldum og þess háttar. Að jafnaði mun vera skipulögð dagskrá fyrir hópinn annan hvern þriðjudag í vetur auk margra annarra viðburða. Á kynningunni verður farið nánar yfir uppbyggingu starfsins, markmið vetrarins og dagskrá.
Þeir sem hafa áhuga á því að vera með í unglingadeildinni í vetur mega gjarnan skrá sig hér: https://goo.gl/forms/qanT5KV6jssrdwgl1
Nánari upplýsingar: [email protected]
Deila fréttinni