Miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 20:00 verður árlegur kynningarfundur sem markar upphafið að nýliðaþjálfun sveitarinnar komandi vetur. Þar getur áhugasamt fólk 18 ára og eldra mætt og fengið kynningu á því hvernig þetta starf fer fram og hvaða þjálfunarferli þarf að ganga í gegnum til að starfa innan sveitarinnar og mæta í útköll á hennar vegum.
Daginn eftir (fimmtudaginn 6. september) verður síðan farið í gönguferð á Vífilsfell sem er opin öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í nýliðastarfinu. Í kjölfarið á göngunni verður hægt að skrá sig í nýliðahópinn.
Hægt er að skrá sig á kynningarfundinn í gegnum Facebook síðu sveitarinnar. Það er þó ekki nauðsynlegt að vera skráð(ur) til að mæta.
Athugið að við tökum bara inn nýja félaga í þjálfun einusinni á ári, tækfærið til að byrja er núna!
Deila fréttinni