Hefur þú áhuga á björgunarstörfum og útivist eða ferðamennsku? Vilt þú láta gott af þér leiða eða ertu hreinlega forvitin/n um það hvað björgunarsveitir gera? Kíktu þá til okkar hér í Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
Kynning verður haldin miðvikudaginn 7. september kl. 20:00 í húsi hjálparsveitarinnar við Bakkabraut 4 í Kópavogi.
Fimmtudaginn 8. september verður farið í létta göngu á Vífilsfell, hæsta fjall Kópavogs. Eftir gönguna er gefinn frestur til 21. september til að skrá þátttöku í nýliðaþjálfun sveitarinnar þennan veturinn.
Deila fréttinni