Opnunartími og sölustaðir flugeldasölu

Flugeldasalan hefst, 28. desember 2015. Við verðum á 5 stöðum í Kópavogi í ár.

Opnunartímar

Opnunartími þrettándasölu í Björgunarmiðstöðinni

Þrettándasalan er eingöngu opin í Björgunarmiðstöðinni við Bakkabraut 4.

Vöruframboð

Gríðarlegt úrval af allskonar flugeldum fást á sölustöðum okkar, allt frá litlum innisprengjum upp í alvöru risatertur. Skoðaðu úrvalið inni á flugeldar.is. Athugið að það er takmarkað magn flutt inn af hverri vöru, mættu því snemma á sölustaði okkar til að tryggja að þú fáir það sem þú ert að leita að!

Öryggisakademían

Alltof mörg slys verða á hverju ári vegna fikts og rangrar notkunar á flugeldum. Það er ekki vitlaust fyrir foreldra og jafnvel fullorðna fólkið líka að vera búin að fara vel yfir hvað þarf að varast.

Á Youtube síðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að finna myndbönd Öryggisakademíunnar og við hvetjum alla sem vilja rifja upp öryggisatriðin til að vera búin að skoða þau áður en flugeldunum er skotið upp.

Notkunartími flugelda

Flugelda má eingöngu nota á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar. Innan þessa tímabils má ekki heldur sprengja eftir miðnætti á kvöldin eða fyrir kl. 9 á morgnanna að nýársnótt undanskilinni.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi