Takk fyrir góðar viðtökur Kópavogsbúar !

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi gengu í hús í vesturbæ Kópavogs seinni partinn í gær í þeim tilgangi að safna lífsýnum vegna söfnunaráttaks Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Slysavarnarfélagið landsbjörgu.

Við höldum áfram að ganga í hús næstu daga og leggjum áherslu á eftirfarandi tímasetnigar:
Föstudaginn 9. maí milli klukkan 17:00 og 21:00
Laugardaginn 10. maí milli klukkan 13:00 og 18:00
Sunnudaginn 11. maí milli klukkan 14:00 og 21:00

Þeir sem kjósa að taka þátt geta einnig póstlagt frítt, umslög með sýnum, í næsta póstkassa, á pósthús eða komið með umslagið til okkar í Björgunarmiðstöðina við Bakkabraut 4. En þess má einnig geta að 2000 kr. renna til Landsbjargar, af öllum sýnum, hvort sem við sækjum eða þátttakendur póstleggja.

Við þökkum Kópavogsbúum kærlega fyrir viðtökurnar!
Frekari upplýsingar má finna hér: www.utkall.is

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi