Tímamótasamningur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar

Á dögunum gerði Hjálparsveit skáta í Kópavogi nýjan rekstrarsamning við Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Björnsdóttir mættu fyrir hönd bæjarstjórnar á aðalfund hjálparsveitarinnar þar sem samningurinn var undirritaður. Í samningnum er kveðið á um að hjálparsveitin taki að sér ákveðin verkefni s.s. að sjá um flugeldasýningu og gæslu á áramótum og sinna óveðurs- og ófærðarútköllum í samstarfi við framkvæmda- og tæknisvið bæjarins. Einnig tekur fulltrúi hjálparsveitarinnar á móti skólabörnum í Kópavogi, sýnir þeim húsnæðið, fræðir þau um slysavarnir og störf björgunarsveitafólks. Þó að hjálparsveitin hafi hingað til sinnt þeim verkefnum sem um er getið í samningnum mun endurgjaldið frá bænum skipta sköpum fyrir rekstur og uppbyggingu björgunarmiðstöðvarinnar, auk þess sem hann gerir okkur kleift að standa betur að þjálfun björgunarfólks. Við þökkum bæjarstjórn velvilja í garð okkar og hlökkum til samstarfsins framtíðinni.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi