Landsæfing á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 12. október, verður haldin landsæfing björgunarsveita í Borgarfirði. Landsæfingar eru haldnar annað hvert ár og í þetta sinn er búist við að 200-300 björgunarsveitarmenn taki þátt. Æfing sem þessi er gríðarlega umfangsmikil og byggir á fjölbreyttum verkefnum sem leyst verða aftur og aftur af mismunandi hópum.

Nú þegar hefur Hjálparsveit skáta í Kópavogi skráð fjóra hópa á æfinguna; rústabjörgunarhóp, straumvatnsbjörgunarhóp, fjallabjörgunarhóp og leitarhóp. Með þátttöku í æfingunni munu félagar sveitarinnar öðlast mikla og góða reynslu sem mun nýtast vel í útköllum framtíðarinnar.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi