Ný björgunarmiðstöð í Kópavogi formlega tekin í notkun

Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók formlega í notkun fyrsta áfanga í nýrri og glæsilegri björgunarmiðstöð við Kópavogshöfn þann 4.nóvember. Um 150 gestir mættu í opnunarhófið sem bar upp á 44 ára afmæli sveitarinnar.

Félagar í hjálparsveitinni hafa síðustu tvö árin unnið að því í sjálfboðavinnu að endurgera húsnæði að Bakkabraut 4 sem keypt var haustið 2010. Björgunarmiðstöðin sem nú hefur formlega verið tekin í notkun hýsir fjölbreytta og umfangsmikla starfsemi Hjálparsveitarinnar.

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi