Undanfarar æfa

Laugardaginn 28. september héldu nokkrir félagar í undanfaraflokk sveitarinnar til æfinga í Hveragerði.Markmið æfingarinnar var að undanfarar í þjálfun (svokallaðar undanrennur!) æfðu sig í framkvæmd fjallabjörgunar undir handleiðslu reyndari manna. Farið var yfir grunn kerfi fjallabjörgunar, en björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins vinna allar eftir sömu kerfum sem auðveldar samvinnu í aðgerðum til muna. Nauðsynlegt er að æfa þessi atriði vel svo öll handtök séu fumlaus þegar í útkall er komið.

Æfingin tókst með eindæmum vel þökk sé góðum hóp einstaklinga, og ekki skemmdi veðrið fyrir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn ánægðan með dagsverkið.

Undanfarar og unandrennur

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi