Fréttir

Ungliðakynning

Fimmtudaginn 4.setptember kl. 20:00 verður kynning á ungliðastarfinu hjá okkur í vetur. Ungliðar eru ungt fólk á aldrinum 16-18 ára sem hefur áhuga á björgunarsveitarstörfum og útivist. Ungliðar fara í ferðir og læra ýmislegt sem nýtist í björgunarsveitarstarfi síðar meir.

Nýliðakynning 3.september

Miðvikudaginn 3.september kl. 20:00 verður nýliðakynning hjá HSSK. Allir sem hafa áhuga á að starfa með björgunarsveitinni eru velkomnir á kynninguna. Daginn eftir (fimmtudaginn 4.september) verður svo gengið á Vífilsfell og eftir það getur fólk staðfest skráningu í nýliðaþjálfunina ef það hefur enn áhuga.

Hálendisgæsla

Nú standa 12 björgunarsveitarmenn og konur úr HSSK vaktina á Fjallabaki. Okkar fólk er með bækistöð í Landmannalaugum en er á ferðinni víðsvegar um Fjallabak og til taks ef á þarf að halda. Þrír bílar eru með í för og stendur vaktin yfir í viku, eða til sunnudagsins 17.ágúst.

HSSK afhendir Héraðsskjalasafni Kópavogs söguleg gögn um starf sveitarinnar

Þann 24. júní sl. afhenti Hjálparsveit skáta í Kópavogi Héraðskjalasafni Kópavogs ýmis gögn til varðveislu. Eins og fram kom á sveitarfundi fyrr á þessu ári hefur mikið magn ómetanlegra heimilda um sögu sveitarinnar varðveist og ákveðið var að óska eftir aðkomu safnsins til að tryggja örugga varðveislu. Héraðskjalasafn Kópavogs tók þessum heimildum fagnandi og sögðu starfsmenn hér um að ræða …

Torfæru gæsla í Jósepsdal

Sveitin tók að sér verkefni að aðstoða við gæslu á torfærumóti í Jósepsdal þann 12. júlí 2014. 6 meðlimir tóku þátt í verkefninu og voru til taks með sjúkrabúnað og slökkvitæki. Allt fór vel og engin meiðsli urðu á keppendum. Félagar áttu góðan dag og kynntust sumir sportinu í fyrsta sinn.

Bátaflokkur á æfingu í Grindavík

Það var flottur hópur sem mætti í Björgunarmiðstöðina kl. 05.00 á laugardagsmorgun til að halda á Landsæfingu bátaflokka Landsbjargar í Grindavík. Hóparnir okkar fengu úthlutuðum fjölda verkefna yfir daginn sem öll voru leyst með stakri prýði. Vert er að taka fram að kynjahlutföllin voru 50/50 og erum við Í HSSK ákaflega stolt og ánægð með það.

Takk fyrir góðar viðtökur Kópavogsbúar !

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi gengu í hús í vesturbæ Kópavogs seinni partinn í gær í þeim tilgangi að safna lífsýnum vegna söfnunaráttaks Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Slysavarnarfélagið landsbjörgu. Við höldum áfram að ganga í hús næstu daga og leggjum áherslu á eftirfarandi tímasetnigar: Föstudaginn 9. maí milli klukkan 17:00 og 21:00 Laugardaginn 10. maí milli klukkan 13:00 …

Tímamótasamningur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar

Á dögunum gerði Hjálparsveit skáta í Kópavogi nýjan rekstrarsamning við Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Björnsdóttir mættu fyrir hönd bæjarstjórnar á aðalfund hjálparsveitarinnar þar sem samningurinn var undirritaður. Í samningnum er kveðið á um að hjálparsveitin taki að sér ákveðin verkefni s.s. að sjá um flugeldasýningu og gæslu á áramótum og sinna óveðurs- og ófærðarútköllum í samstarfi við framkvæmda- …

Aðalfundur HSSK

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í nýja tækjasal Björgunarmiðstöðvarinnar að Bakkabraut 4 í Kópavogi og hefst kl. 17.00. Fundurinn er opinn fullgildum félögum, nýliðum og gestaaðilum HSSK.

Leit að manni í Hafnarfirði

Sveitin var í nótt kölluð út til leitar að manni í Hafnarfirði. Leitin stóð til kl. 17:50 þegar maðurinn fannst heill á húfi. Samtals tóku tæplega 50 félagar úr HSSK þátt í aðgerðinni við leit og aðgerðastjórnun. Þar af voru 10 manns að taka þátt í sínu fyrsta útkalli sem var að vonum spennandi fyrir þessa ungu upprennandi björgunarmenn okkar.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi