Fréttir

Undirbúningur fyrir flugeldasölu

Nú vinna félagar hörðum höndum að því að koma upp flugeldasölustöðum. Í ár verðum við með 6 búðir sem þarf að koma upp á skömmum tíma. Opnað verður þann 28. Desember og verður opið fram á gamlársdag. Hægt er að sjá staðsetningar á flugeldasölustöðum á flugeldasíðunni

Æfing Alþjóðasveitar Landsbjargar

Rústaflokkur sveitarinnar tók þátt í æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem fram fór á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag. Æfð voru viðbrögð við jarðskjálfta sem átti að hafa riðið yfir Búkarest í Rúmeníu. Fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum fylgdust með æfingunni sem þótti ganga vel.

Ný björgunarmiðstöð í Kópavogi formlega tekin í notkun

Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók formlega í notkun fyrsta áfanga í nýrri og glæsilegri björgunarmiðstöð við Kópavogshöfn þann 4.nóvember. Um 150 gestir mættu í opnunarhófið sem bar upp á 44 ára afmæli sveitarinnar. Félagar í hjálparsveitinni hafa síðustu tvö árin unnið að því í sjálfboðavinnu að endurgera húsnæði að Bakkabraut 4 sem keypt var haustið 2010. Björgunarmiðstöðin sem nú hefur ...

Rötunarnámskeið um helgina

Nú um helgina luku nýliðar rötunarnámskeiði en það er búið að standa yfir í um þrjár vikur. Fyrsti hluti námskeiðsins var bóklegur hluti en hann tóku nýliðar í fjarnámi. Þá fóru þeir yfir glærur og unnu verkefni í gegnum vef Björgunarskóla Landsbjargar. Annar hlutinn námskeiðsins var kortavinna og kennsla á áttavita en sá hluti fór fram á vinnukvöldum í Björgunarmiðstöðinni. ...

Landsæfing á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 12. október, verður haldin landsæfing björgunarsveita í Borgarfirði. Landsæfingar eru haldnar annað hvert ár og í þetta sinn er búist við að 200-300 björgunarsveitarmenn taki þátt. Æfing sem þessi er gríðarlega umfangsmikil og byggir á fjölbreyttum verkefnum sem leyst verða aftur og aftur af mismunandi hópum. Nú þegar hefur Hjálparsveit skáta í Kópavogi skráð fjóra hópa á æfinguna; ...

Undanfarar æfa

Laugardaginn 28. september héldu nokkrir félagar í undanfaraflokk sveitarinnar til æfinga í Hveragerði.Markmið æfingarinnar var að undanfarar í þjálfun (svokallaðar undanrennur!) æfðu sig í framkvæmd fjallabjörgunar undir handleiðslu reyndari manna. Farið var yfir grunn kerfi fjallabjörgunar, en björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins vinna allar eftir sömu kerfum sem auðveldar samvinnu í aðgerðum til muna. Nauðsynlegt er að æfa þessi atriði vel svo öll ...

Haustið fer af stað hjá Undanförum

Í gærkvöldi var fyrsta samæfing undanfara sunnan heiða þennan veturinn. Sveitirnar skipta á milli sín einni æfingu á mánuði allan veturinn og er þema þeirra mismunandi. Septemberæfingin var haldin af Björgunarsveit Hafnarfjarðar en sú æfing er alla jafna létt upprifjunaræfing til að koma mönnum (og konum!) í gírinn fyrir veturinn. Spora menn buðu til sín í nýja húsnæðið þeirra sem ...

Ný stjórn

Ný stjórn hefur tekið til starfa og haldast fundartímar óbreyttir, eða annar hvern mánudag. Fundirnir eru kl. 19:00 á undan sveitarfundi fyrsta mánudag í mánuði og kl. 20:15 tveimur vikum seinna. Verkaskipting nýrrar stjónar er sem hér segir: Kristján Maack Formaður Sigurður Ólafur Sigurðsson Varaformaður Gunnlaugur Einar Briem Gjaldkeri Jónína Aðalsteinsdóttir Ritari Einar Eysteinsson Meðstjórnandi Elfa Þöll Grétarsdóttir Meðstjórnandi Magnea ...

Hjálparsveit skáta í Kópavogi