Áramótablað HSSK var borið í hús í Kópavogi 26. og 27. desember. Félagar í hjálparsveitinni og fjölskyldur þeirra sjá um útburðinn á blaðinu að þessu sinni. Við erum ótrúlega stolt af blaðinu okkar sem er yfirfullt af myndum og greinum sem segja frá fjölbreyttu starfi, sögu sveitarinnar og útköllum síðasta árið svo eitthvað sé nefnt. Ljóst var að útburðurinn yrði …
Flugeldasalan áramótin 2024-2025 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert.
Áramótablað sveitarinnar er komið úr prentun! Það mun koma inn um lúguna á heimilum í Kópavogi sem afþakka ekki fjölpóst á morgun. Í blaðinu sem er sérstaklega veglegt í ár fá lesendur innsýn í fjölbreytt starf sveitarinnar á árinu. Opna vefútgáfu
Flugeldasalan áramótin 2023-2024 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert.
Salan á neyðarkalli til fyrirtækja 2023 er hafin. Flestir þekkja lyklakippurnar sem við og aðrar björgunarsveitir höfum verið að selja i fjáröflunarskyni til almennings í nóvember síðustu ár. Sumir kannast líka við að hafa séð aðeins stærri útgáfu af neyðarkallinum í fyrirtækjum hér og þar. Það er stóri neyðarkallinn svokallaði sem er ætlaður aðilum í atvinnurekstri. Við leitum nú til …
Kynning á nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi klukkan 19:00 í Björgunarmiðstöðinni okkar að Bakkabraut 4 í Kópavogi, efstu hæð. Nýliðastarf er opið þeim sem náð hafa 18 ára aldri, hafa góð tök á íslensku og eru reiðubúin að skuldbinda sig til þjálfunar í tvö ár. Við hvetjum alla áhugasama um að mæta á kynningu …
Þrettándasala Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er opin 6. janúar frá 14:00-20:00. Sölustaður HSSK í þrettándasölunni er í Björgunarmiðstöðinni, Bakkabraut 4.
Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldin klukkan 21:00 á gamlárskvöld. Sýningunni verður skotið upp af Glaðheimasvæðinu austan Reykjanesbrautar líkt og undanfarin ár. Sýningin verður sýnileg víða að úr Kópavogi og ætti að sjást vel úr Smárahverfi, Lindum, Sölum og sunnanverðu Digranesi. Engin áramótabrenna verður í Kópavogsdal eins og fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ
Áramótablað sveitarinnar er komið úr prentun! Það mun koma inn um lúguna á heimilum í Kópavogi sem afþakka ekki fjölpóst í dag eða næstu daga. Áramótablaðið veitir lesendum innsýn í fjölbreytt starf sveitarinnar á árinu. Opna vefútgáfu áramótblaðsins Í dag hófst líka stærsta fjáröflun sveitarinnar sem er flugeldasalan. Upplýsingar um sölustaði eru inni á hssk.is/flugeldar og vefverslunin er inni á …
Fugeldasalan áramótin 2021-2022 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á Gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert.