Fréttir

Nýliðakynning haustið 2022

Kynning á nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer fram miðvikudaginn 31. ágúst nk. klukkan 20:30 í Björgunarmiðstöðinni okkar að Bakkabraut 4 í Kópavogi. Starf björgunarfólks er fjölbreytt, krefjandi, skemmtilegt og ævintýralegt! Við erum til taks þegar eitthvað á bjátar og alltaf á vaktinni. Okkar verkefni eru fyrst og fremst leit og björgun þegar mannslíf og munir eru í hættu. Nýliðastarf …

Þrettándasala í Björgunarmiðstöð

Flugeldamarkaður okkar verður opinn 6. janúar 2022 á milli kl. 16:00 og 20:00. Verið velkomin í björgunarmiðstöðina, Bakkabraut 4. Við tökum vel á móti ykkur!

Áramótablað 2021 komið út

Áramótablað sveitarinnar er komið úr prentun! Það mun koma inn um lúguna á heimilum í Kópavogi sem afþakka ekki fjölpóst í dag. Í blaðinu sem er sérstaklega veglegt í ár fá lesendur innsýn í fjölbreytt starf sveitarinnar á árinu. Í dag hefst líka stærsta fjáröflun sveitarinnar sem er flugeldasalan. Upplýsingar um sölustaði eru inni á hssk.is/flugeldar og vefverslunin er inni …

Flugeldasala áramótin 2021-2022

Flugeldasalan áramótin 2021-2022 hefst 28. desember og stendur fram til klukkan 16:00 á Gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert. Í ár erum við eins og í fyrra með ýmsar ráðstafanir á sölustöðum okkar til að tryggja smitvarnir. Það er yfirleitt lang mest að gera hjá okkur að …

Þetta er neyðarkall björgunarsveitanna

Salan á neyðarkalli stendur yfir dagana 4.-6. nóvember. Flestir þekkja lyklakippurnar sem við og aðrar björgunarsveitir höfum verið að selja i fjáröflunarskyni til almennings í nóvember síðustu ár. Sumir kannast líka við að hafa séð aðeins stærri útgáfu af neyðarkallinum í fyrirtækjum hér og þar. Það er stóri neyðarkallinn svokallaði sem er ætlaður aðilum í atvinnurekstri. Við leitum nú til …

Kynning á nýliðastarfi

Kynning á nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer fram miðvikudaginn 1. september klukkan 20:30 í Björgunarmiðstöðinni okkar að Bakkabraut 4 í Kópavogi. Nýliðastarf er opið þeim sem náð hafa 18 ára aldri, hafa góð tök á íslensku og eru reiðubúin að skuldbinda sig til þjálfunar í tvö ár. Vakin er athygli á grímuskyldu á kynningunni. Hlökkum til að sjá ykkur …

Neyðarkall til Kópavogsbúa!

Árleg sala á neyðarkalli björgunarsveitana er hafin og stendur yfir dagana 4. - 6 febrúar 2021. Venulega fer þessi sala fram í byrjun nóvember en henni var frestað vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þá. Við verðum á fjölförnum stöðum í Kópavogi að selja auk þess sem að í ár er hægt að panta kall á netinu og fá sendan heim í gegnum …

Flugeldasýning á gamlárskvöld

Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldin kl. 21.00 á gamlárskvöld. Sýningin verður á öðru svæði en vanalega þar sem áramótabrennum hefur verið aflýst í ár. Skotið verður upp frá ótilgreindu svæði í nágrenni Lindahverfis en nákvæm staðsetning skotstaðar verður ekki gefin upp til að koma í veg fyrir hópamyndun. Sýningin mun sjást víða og verður til dæmis hægt að …

Flugeldasala áramótin 2020-2021

Flugeldasalan áramótin 2020-2021 hófst 28. desember og stendur fram á Gamlárskvöld. Flugeldasala björgunarsveitanna er stærsta fjáröflunin okkar og stendur undir megninu af kostnaði við rekstur og uppbyggingu hjálparsveitarinnar ár hvert. Í ár erum við með ýmsar ráðstafanir á sölustöðum okkar til að tryggja smitvarnir. Það er yfirleitt lang mest að gera hjá okkur að kvöldi 30. desember og svo á …

Áramótablað 2020

Áramótablað sveitarinnar fyrir árið 2020 hefur verið borið út á heimili í Kópavogi. Blaðið fjallar um starf sveitarinnar og gefur innsýn inn í hina ýmsu hluta björgunarsveitarstarfsins. Áramótablað 2020 - vefútgáfa

Hjálparsveit skáta í Kópavogi