Fréttir

Stöðumat nýliða, páskar og aðalfundur

Það hefur verið mikið að gera í hjálparsveitinni undanfarið. Helgina fyrir páska fór fram stöðumat nýliða 1. Það er hópurinn sem hóf nýliðaþjálfun hjá sveitinni síðasta haust. Í stöðumatinu sýndu nýliðarnir fram á að þeir hafi skilið og tileinkað sér þau vinnubrögð sem þeim hafa verið kennd í vetur. Í páskafríinu var farið í þriggja daga æfingaferð inn á Fjallabakssvæðið. …

Opnunartími og sölustaðir flugeldasölu

Flugeldasalan hefst, 28. desember 2015. Við verðum á 5 stöðum í Kópavogi í ár. Bakkabraut 4: Björgunarmiðstöðin við Kópavogshöfn (Stór sölustaður) Dalveg 6-8: Í húsnæði Kraftvéla (Stór sölustaður) Nýbýlavegi 10: Rétt hjá Bónus Nýbýlavegi Versölum 5: Við Salalaug Vallakór 4: Við Krónuna í Kórahverfi Opnunartímar 28. desember 2015: Opið frá kl. 10 - 22 29. desember 2015: Opið frá kl. …

Áramótablað 2015

Áramótablað sveitarinnar 2015 er farið í prentun og verður dreift á heimili í Kópavogi strax í byrjun næstu viku. Þetta er í 25. skiptið sem sveitin gefur út blað um áramót og er það mjög veglegt í ár. Í því er meðal annars að finna sögur og myndir úr starfi sveitarinnar síðasta árið auk kynningar á flugeldasölunni sem hefst 28. …

Brenna og flugeldasýning í Kópavogi

Athugið: Þessi frétt er um brennuna á gamlárskvöld árið 2015 en tímasetningar og staðsetning er eins fyrir árið 2017. Sjá Brenna og flugeldasýning í Kópavogi 2017. Að venju verður brenna og flugeldasýning á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal á gamlárskvöld. Brennan verður á sama stað og í fyrra við Smárahvammsvöll, fótboltavöllinn sem er næstur Digraneskirkju. Dagskrá 31. desember 2015 Kl. 20:30: …

Flugeldasalan undirbúin

Undirbúningur fyrir flugeldasölu sveitarinnar 2015 hefur verið í fullum gangi núna síðustu vikur. Flugeldar eru seldir 28. - 31. desember á flugeldasölustöðum sveitarinnar útum allan Kópavog og síðan verður þrettándasala í húsnæði sveitarinnar við Bakkabraut. Björgunarsveitir flytja í sameiningu inn flugelda til landsins undir merkjum Flugeldamarkaða Björgunarsveitanna og selur hver sveit í sinni heimabyggð. Allur ágóði sölunnar hérna í Kópavogi …

Nýr björgunarbátur í Kópavogi

Dagurinn í dag var tímamótadagur hjá okkur í HSSK því vð fengum afhendan nýjan bát sem er hannaður og smíðaður af bátaframleiðandanum Rafnar. Báturinn er yfirbyggður sem gerir hann úthaldsmeiri í verkefnum, hlífir mannskapnum fyrir veðri og vindum, eykur til muna öryggi björgunarsveitarfólks og ræður við verra sjóveður í ófyrirséðum björgunarverkefnum. Sæti eru fyrir sex manns og er hægt að …

Kynning á unglingadeildinni Uglu

Þriðjudaginn 15. september n. k. verður kynning á unglingastarfi Hjálparsveitar skáta Kópavogi. Kynningin hefst kl 20:00 í sal Björgunarmiðstöðvarinnar við Bryggjuvör 2. Boðið er uppá öflugt félagsstarf fyrir unglinga í Kópavogi sem fæddir eru á árunum 1998, 1999 og 2000. Í starfinu eru þáttakendur kynntir fyrir grunnatriðum björgunarstarfa og almennrar ferðamennsku. Þeir öðlast þar með dýrmæta reynslu af útivist, ferðamennsku, …

Nýliðakynning 2.september

Miðvikudaginn 2. september kl. 20:00 verður nýliðakynning hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Allir sem hafa áhuga á að starfa með björgunarsveitinni eru velkomnir á kynninguna. Kynningin fer fram í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi að Bakkabraut 4. Daginn eftir (fimmtudaginn 3. september) verður svo gengið á Vífilsfell og eftir það getur fólk staðfest skráningu í nýliðaþjálfunina ef það hefur enn áhuga.

2.sætið á björgunarleikum

Um helgina var haldið Landsþing Slysavaranafélagsins Landsbjargar og á sama tíma þreyttu lið frá björgunarsveitum landsins kappi í björgunarleikum. HSSK sendi tvö lið til leiks sem leystu hinar ýmsu þrautir tengdar björgunarstörfum með prýði. Við erum afar stolt af því að annað liðið okkar lenti í 2.sæti og við ætlum klárlega að taka fyrsta sætið næst

Ný slysavarnadeild í Kópavogi

Stofnfundur Slysavarnadeildar Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 25.mars kl. 20:00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, Bakkabraut 4, 200 Kópavogi. Markmið deildarinnar verður að sinna slysavarnaverkefnum og styðja við Hjálparsveitina. Deildin verður hluti af Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en þar eru nú starfandi yfir 30 slysavarnadeildir um land allt. Við hvetjum alla til að mæta.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi