Fréttir

Bátaflokkur á æfingu í Grindavík

Það var flottur hópur sem mætti í Björgunarmiðstöðina kl. 05.00 á laugardagsmorgun til að halda á Landsæfingu bátaflokka Landsbjargar í Grindavík. Hóparnir okkar fengu úthlutuðum fjölda verkefna yfir daginn sem öll voru leyst með stakri prýði. Vert er að taka fram að kynjahlutföllin voru 50/50 og erum við Í HSSK ákaflega stolt og ánægð með það.

Takk fyrir góðar viðtökur Kópavogsbúar !

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi gengu í hús í vesturbæ Kópavogs seinni partinn í gær í þeim tilgangi að safna lífsýnum vegna söfnunaráttaks Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Slysavarnarfélagið landsbjörgu. Við höldum áfram að ganga í hús næstu daga og leggjum áherslu á eftirfarandi tímasetnigar: Föstudaginn 9. maí milli klukkan 17:00 og 21:00 Laugardaginn 10. maí milli klukkan 13:00 …

Tímamótasamningur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar

Á dögunum gerði Hjálparsveit skáta í Kópavogi nýjan rekstrarsamning við Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Björnsdóttir mættu fyrir hönd bæjarstjórnar á aðalfund hjálparsveitarinnar þar sem samningurinn var undirritaður. Í samningnum er kveðið á um að hjálparsveitin taki að sér ákveðin verkefni s.s. að sjá um flugeldasýningu og gæslu á áramótum og sinna óveðurs- og ófærðarútköllum í samstarfi við framkvæmda- …

Aðalfundur HSSK

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í nýja tækjasal Björgunarmiðstöðvarinnar að Bakkabraut 4 í Kópavogi og hefst kl. 17.00. Fundurinn er opinn fullgildum félögum, nýliðum og gestaaðilum HSSK.

Leit að manni í Hafnarfirði

Sveitin var í nótt kölluð út til leitar að manni í Hafnarfirði. Leitin stóð til kl. 17:50 þegar maðurinn fannst heill á húfi. Samtals tóku tæplega 50 félagar úr HSSK þátt í aðgerðinni við leit og aðgerðastjórnun. Þar af voru 10 manns að taka þátt í sínu fyrsta útkalli sem var að vonum spennandi fyrir þessa ungu upprennandi björgunarmenn okkar.

112 dagurinn

Næstkomandi þriðjudag 11.2 verður hinn árlegi 112 dagur. Að deginum standa starfsmenn og sjálfboðaliðar í öryggis- og neyðarþjónustu á öllu landinu. Við í Hjálparsveit skáta í Kópavogi ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í deginum og hafa opið hús kl.20:00-22:00. Á þriðjudögum eru vanalega vinnukvöld hjá sveitinni svo það er kjörið tækifæri fyrir áhugasama að koma og kynnast starfinu.

Peningagjöf frá Kiwanisklúbbnum Eldey

Á dögunum fengum við í Hjálparsveit skáta í Kópavogi 200 þúsund króna peningagjöf frá Kiwanisklúbbnum Eldey. Styrkurinn kemur sér sérstaklega vel núna þegar við erum að leggja lokahönd á framkvæmdirnar við stækkun Björgunarmiðstöðvarinnar sem hafa staðið yfir undanfarin tvö ár. Við þökkum Kiwanisklúbbnum Eldey kærlega fyrir okkur!

Undirbúningur fyrir flugeldasölu

Nú vinna félagar hörðum höndum að því að koma upp flugeldasölustöðum. Í ár verðum við með 6 búðir sem þarf að koma upp á skömmum tíma. Opnað verður þann 28. Desember og verður opið fram á gamlársdag. Hægt er að sjá staðsetningar á flugeldasölustöðum á flugeldasíðunni

Æfing Alþjóðasveitar Landsbjargar

Rústaflokkur sveitarinnar tók þátt í æfingu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem fram fór á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag. Æfð voru viðbrögð við jarðskjálfta sem átti að hafa riðið yfir Búkarest í Rúmeníu. Fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum fylgdust með æfingunni sem þótti ganga vel.

Ný björgunarmiðstöð í Kópavogi formlega tekin í notkun

Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók formlega í notkun fyrsta áfanga í nýrri og glæsilegri björgunarmiðstöð við Kópavogshöfn þann 4.nóvember. Um 150 gestir mættu í opnunarhófið sem bar upp á 44 ára afmæli sveitarinnar. Félagar í hjálparsveitinni hafa síðustu tvö árin unnið að því í sjálfboðavinnu að endurgera húsnæði að Bakkabraut 4 sem keypt var haustið 2010. Björgunarmiðstöðin sem nú hefur …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi