Útköll

F2 rauður: Leit við Kleifarvatn

Sveitin var boðuð í leit að karlmanni sem sást síðast við Kleifarvatn. Vegfarandi fann manninn látinn áður en björgunarsveitir höfðu hafið leit á staðnum.

F2 rauður: Leit við Þyrilsnes

Leit að konu sem saknað var við Þyrilsnes í Hvalfirði þar sem bíll hennar hafði fundist mannlaus. Björgunarsveitir voru boðaðar af Höfuðborgarsvæðinu og vesturlandi. Konan fannst látin.

F1 grænn: Skúta í vandræðum við Kópavogshöfn

Bátar sveitarinnar voru kallaðir út vegna skútu sem var að stranda rétt fyrir utan Kópavogshöfn. Segl skútunnar höfðu rifnað og áhöfnin í erfiðleikum með að halda varavél í gangi. Skútan komst þrátt fyrir það það upp að varnargarði inni í Kópavogshöfn þaðan sem Stefnir dró hana að bryggju.

F2 rauður: Í sjálfheldu í Esju

Leita að tveimur göngumönnum sem lentu í sjálfheldu í Esju. Þeir höfðu gengið upp Þverfellshornið kvöldið áður en villst á fjallinu og ekki fundið niðurgögnguleið. Eftir um 10 klukkustundir á fjallinu voru þeir komnir í sjálfheldu og óskuðu eftir aðstoð. Ekki var talið að fyrstu upplýsingar um staðsetningu væru áreiðanlegar ...

F2 rauður: Leit við Þingvelli

Sveitin var boðuð til leitar að manni við Þingvelli. Bílaleigubíll mannsins hafði fundist norðan við þjónustumiðstöðina og þegar honum var ekki skilað á tilsettum tíma og sá seim var með hann á leigu hafði ekki mætt í flug sem hann átti bókað var ákveðið að hefja leit að honum. Björgunarsveitir ...

F2 rauður: Féll af hestbaki við Helgafell

Sveitin var boðuð út vegna konu sem datt af hestbaki í suðurhlíðum Helgafells á illfærum reiðslóða. Óskað var eftir undanförum og flutningstækjum ef þörf væri á að flytja hana landleiðina á börum. Þyrla LHG komst á slystað flutti konuna á sjúkrahús.

F2 rauður: Leit á Heydalsheiði

Leita að manni á Heydalsheiði við Snæfellsnes sem hafði ekki skilað sér úr baka úr gönguferð í Borgarhelli. Óskað var efitr undanförum til leitar í hellum á svæðinu. Maðurinn fannst heill á húfi.

F3 grænn: Hundur í sjónum á Skerfjafirði

Bátaflokkur sveitarinnar var kallaður út vegna hunds sem hafði verið að synda í sjónum á Eyrinni á Álftanesi. Hann réði að öllum líkindum ekki við strauminn til að komast aftur í land. Þegar bátar komu á staðinn fannst hundurinn ekki. Þó að verkefni vegna gæludýra séu yfirleitt ekki á verksviði ...

F2 gulur: Snjóflóð í Bláfjöllum

Sveitin var kölluð út eftir tilkynningu um snjóflóð við skátaskála í Vífilsfelli ofan Kópavogs. För eftir vélsleða lágu að flóðinu en sáust ekki liggja frá því. Við nánari skoðun kom í ljós að um gamalt flóð var að ræða og að sleðaförin lágu bæði að og frá flóðinu.

F3 gulur: Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan ofsaveður á höfuðborgarsvæðinu sem olli talsverðu tjóni. Vindhviður voru um og yfir 40 m/sek um tíma og víða varð vatnstjón vegna rigningar og leysinga. Nokkur hundruð verkefnum var sinnt af björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi