Útköll

F2 gulur: Leit á Kársnesi

Sveitin var boðuð til leitar í Kópavogi, þe. voginum sem bærinn ber nafn sitt af, og á Kársnesi vegna ungs karlmanns sem saknað var. Síðast var vitað um ferðir hans á því svæði fyrr um daginn og voru allar sveitir á Höfuðborgarsvæðinu boðaðar til leitar. Á sjó var leitað með ...

F2 rauður: Leit við Miðdal

Sveitin var kölluð út uppúr kl. 11 á frídegi verslunarmanna til leitar að manni sem var týndur í nágrenni við Miðdal skammt frá Laugarvatni. Hann hafði ekki skilað sér á tjaldsvæði þar um nóttina eins og búist hafði verið við og var farið að óttast um hann. Maðurinn fannst skömmu ...

F1 rauður: Bátur strandar við Vogastapa

Sjóbjörgunarsveitir voru kallaðar út vegna báts sem strandaði við Vogastapa á Suðurnesjum. Í fyrstu var ekki ljóst hvað hafði orðið um áhöfn bátsins en síðar kom í ljós að tveir menn sem á honum voru höfðu sjálfir synt úr honum í land. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði mennina síðan um borð til ...

F2 rauður: Leit við Fimmvörðuháls

Sveitin var kölluð út til leitar að konu og karli á Fimmvörðuhálsi sem ekkert hafði spurst til. Um var að ræða göngumenn sem ætluðu að gang frá Skógum yfir í Þórsmörk en höfðu ekki látið vita af sér í Þórsmörk líkt og til stóð. Sveitir allt frá Kirkjubæjarklaustri til Höfuðborgarsvæðisins ...

F3 grænn: Athugun á aðstæðum við Sólheimajökul

Tveir menn frá sveitinni voru staddir við Sólheimajökul þegar leiðsögumenn sem voru að koma af jöklinum tilkynntu að vatn væri að koma upp úr svelg á óvenjulegum stað á jöklinum og því fylgdi gaslykt. Lögregla ákvað að fá ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að senda ekki hópa af stað, kalla þá ...

F2 rauður Hættustig: Flugvél með 302 manns í vanda

Sveitin var kölluð út vegna flugvélar sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Hún hafði misst afl á vinstri hreyfli og ákvað að lenda á Íslandi á leið sinni milli Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Viðbúnaðurinn var fljótlega afturkallaðaður. Vélin lenti heilu og höldnu.

F1 rauður: Slys á Kirkjufelli

Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út vegna slys í Kirkjufelli á Snæfellsnesi þar sem kona hafði fallið og slasast mikið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og áttu undanfararnir að vera til taks ef aðstoð þyrfti í fjallið. Lagt var af stað áleiðis á Snæfellsnes en hópar voru afturkalaðir ...

F2 gulur: Leit í Vestubæ Reykjavíkur

Sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar að konu í Vesturbæ Reykjavíkur. Óskað var eftir sérhæfðum leitarmönnum, gönguhópum og hjólum til leitar innanbæjar. Björgunarsveit fann konuna eftir stutta leit.

F2 rauður: Leit að manni í nágrenni Hafnarfjarðar

Sveitin ásamt öðrum björgunarsveitum á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum var kölluð út til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfirði. Hann var á bíl síðast þegar hann sást þannig til stóð að leita alla vegi og slóða í Hafnarfirði og nágrenni. Einnig var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og fannst ...

F3 grænn: Föst á Fjallabaksleið Nyrðri

Lögregla kallaði sveitina upp í Landmannalaugum vegna þriggja einstaklinga sem sátu föst í bíl ofan í á á Fjallabaksleið Nyrðri. Engin hætta var á ferðum en fólkið þurfti aðstoð við að komast úr ánni. Þegar komið var á staðinn var bílinn dreginn upp úr ánni og skilinn eftir á árbakkanum ...

Hjálparsveit skáta í Kópavogi