Útköll

F2 rauður: Óveðursaðstoð á Höfuðborgarsvæðinu

Sveitin var kölluð út um miðjan dag vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu. Mörg útköll komu í Kópavogi vegna bæði lausra og fastra hluta sem voru að fjúka og valda hættu. Þakplötur voru að losna af húsþökum, stillansar og byggingarefni að fjúka í kringum nýbyggingar, hurðir og gluggar fuku upp og skemmdust ...

F2 rauður: Leit í Reykjavík

Sveitin var boðuð til leitar að manni innanbæjar í Grafarvogi í Reykjavík. Boðað var til leitar um miðnætti og stóð hún yfir í hátt í þrjá tíma þangað til sá týndi fannst heill á húfi.

F1 gulur: Hættuástand á sjó við Borgartún

Bátahópar voru boðaðir á hæsta forgangi vegna öskra og hávaða sem kom frá bát úti fyrir Sæbraut á móts við Borgartún í Reykjavík. Vinnukvöld var í gangi á sama tíma hjá sveitinni og tók því aðeins örfáar mínútur að manna bát og fara úr höfn. Á vettvangi kom í ljós ...

F2 gulur: Leki í bát á Faxaflóa

Sveitin var kölluð út vegna leka í bát á Faxaflóa. Stefnir fór úr höfn stuttu eftir boðun og var að koma að bátnum þegar útkallið var afturkallað þar sem ekki var talin þörf á frekari aðstoð.

F2 gulur: Leit við elliheimilið Grund

Sveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar að vistmanni sem hafði horfið frá Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Leitað var í næsta nágrenni heimilsins og líklegar leiðir út frá því. Viðkomandi fannst heill á húfi eftir um einnar og hálfrar klukkustundar leit eftir tilkynningu frá vegfaranda.

F2 rauður: Týnd kona við Álftavatn

Sveitin var boðuð út skömmu eftir miðnætti til leitar í nágrenni við Álftavatn á Soginu, norðan við Selfoss. Þar voru sveitir á svæðinu búnar að vera að leita að konu sem fór út frá sumarbústað og ekkert hafði spurst til. Óskað var eftir viðbótarmannskap af Höfuðborgarsvæðinu og fleiri svæðum á ...

F2 grænn: Vélarvana bátur við Kópavogshöfn

Lítill bátur með þremur innanborðs lenti í vandræðum við Kópavogshöfn og komst ekki inn í höfnina fyrir eigin vélarafli. Þrír félagar sveitarinnar fóru út á Stefni og dróu bátinn í land. Engin hætta var á ferðum, enginn vindur og sléttur sjór.

F2 gulur: Leit í Smárahverfi

Sveitin var boðuð til leitar kl. 22:45 í Smárahverfi að dreng sem hafði síðast sést við Smáralind fyrr um kvöldið. Drengurinn fannst heill á húfi stuttu eftir boðun.

F2 gulur: Leit við Vífilsstaðavatn

Sveitin var boðuð til leitar um kl. 3 að nóttu vegna konu sem saknað var við Vífilsstaðavatn. Ekkert hafði spurst til hennar frá því kvöldið áður og farið að óttast um hana. Hún fannst heil á húfi eftir rúmlega klukkutíma leit.

F2 gulur: Leit í Sæbólshverfi

Rétt uppúr miðnætti var boðað til leitar að manni með þroskahömlun í Sæbólshverfi. Hann hafði farið af heimili þar fyrr um kvöldið og ekkert spurst til hans. Reiðhjólahópur frá sveitinni byrjaði að hraðleita göngustíga á svæðinu þangað til leitin var afturkölluð um klukkan eitt um nóttina. Þá hafði leigubílstjóri fundið ...

Hjálparsveit skáta í Kópavogi