Útköll

F3 rauður: Leit á Patreksfirði

Björgunarsveitir af öllu norðanverðu og vestanverðu landinu voru kallaðar til leitar að manni sem óttast var um í nágrenni Patreksfjarðar. Leitað hafði verið að honum frá því um morguninn en ekkert til hans spurst. Gönguhópur frá sveitinni fór vestur á Paterksfjörð og hóf leit á svæðinu morguninn 21. september. Maðurinn …

F2 rauður: Leit að ungri stelpu í Hafnarfirði

Sveitin auk annarra björgunarsveita af Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar eftir að ung einhverf stúlka týndist við skóla í Hafnarfirði. Þegar leitin hafði staðið yfir í um þrjár klukkustundir fannst stúlkan heil á húfi.

F1 grænn: Slasaður milli Hrafntinnuskers og Álftavatns

Hálendisvakt sveitarinnar var kölluð út vegna erlends ferðamanns sem datt á höfuðið á Laugarveginum milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Fékk hann við það djúpan skurð á höfuð og þurfti að komast undir læknishendur til að sauma saman.

F2 rauður: Leit á Höfuðborgarsvæðinu

Sveitin var boðuð til leitar að konu á Höfuðborgarsvæðinu ásamt fleiri björgunarsveitum af suðvesturhorni landsins. Tveir hópar fóru til leitar frá sveitinni. Konan fannst heil á húfi.

F1 grænn: Vélhjólaslys á Sprengisandi

Hálendisvakt sveitarinnar var boðuð vegna vélhjólaslyss á Sprengisandsleið, rétt norðan fjórðungsvatns. Erlendur ferðamaður í skipulagðri vélhjólaferð hafði fallið af hjóli sínu og fótbrotnað. Maðurinn var fluttur á börum í jeppa sveitarinnar niður að Aldeyjarfossi þaðan sem sjúkrabíll tók við honum og flutti á sjúkrahús.

F2 grænn: Hjólreiðaslys á Gæsavatnaleið

Kona óskaði aðstoðar hálendisvaktar eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi á Gæsavatnaleið. Hún hafði verið að hjóla frá Nýjadal og var ferðinni heitið að Drekagili við Öskju.

F2 gulur: Slösuð hjólreiðakona á Jaðrinum

Sveitin var kölluð út ásamt fleiri björgunarsveitum af Höfuðborgarsvæðinu og SHS vegna ungrar konu sem féll af hjóli sínu og slasaðist á öxl. Hún var að hjóla Jaðarinn sem er vinsæl fjallahjólaleið frá Bláfjallavegi að Elliðavatni í jaðri hraunbreiðu í Heiðmörk sem heitir Húsfellsbruni. Flytja þurfti konuna nokkurn spöl þangað …

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar rétt eftir miðnætti til leitar að erlendum ferðamanni sem síðast hafði sést til úti á Granda í Reykjavík. Ferðamaðurinn kom fram síðar um nóttina heill á húfi eftir tæplega fjögurra klukkustunda leit.

F1 rauður: Slys við Sólheimajökul

Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar austur að Sólheimajökli þar sem ferðamaður hafði runnið niður tugi metra og slasast. Björgunarsveitir á Suðurlandi komu að manninum sem var síðan fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi