Útköll

F2 rauður: Leit við Þingvelli

Sveitin var boðuð til leitar að manni við Þingvelli. Bílaleigubíll mannsins hafði fundist norðan við þjónustumiðstöðina og þegar honum var ekki skilað á tilsettum tíma og sá seim var með hann á leigu hafði ekki mætt í flug sem hann átti bókað var ákveðið að hefja leit að honum. Björgunarsveitir …

F2 rauður: Féll af hestbaki við Helgafell

Sveitin var boðuð út vegna konu sem datt af hestbaki í suðurhlíðum Helgafells á illfærum reiðslóða. Óskað var eftir undanförum og flutningstækjum ef þörf væri á að flytja hana landleiðina á börum. Þyrla LHG komst á slystað flutti konuna á sjúkrahús.

F2 rauður: Leit á Heydalsheiði

Leita að manni á Heydalsheiði við Snæfellsnes sem hafði ekki skilað sér úr baka úr gönguferð í Borgarhelli. Óskað var efitr undanförum til leitar í hellum á svæðinu. Maðurinn fannst heill á húfi.

F3 grænn: Hundur í sjónum á Skerfjafirði

Bátaflokkur sveitarinnar var kallaður út vegna hunds sem hafði verið að synda í sjónum á Eyrinni á Álftanesi. Hann réði að öllum líkindum ekki við strauminn til að komast aftur í land. Þegar bátar komu á staðinn fannst hundurinn ekki. Þó að verkefni vegna gæludýra séu yfirleitt ekki á verksviði …

F2 gulur: Snjóflóð í Bláfjöllum

Sveitin var kölluð út eftir tilkynningu um snjóflóð við skátaskála í Vífilsfelli ofan Kópavogs. För eftir vélsleða lágu að flóðinu en sáust ekki liggja frá því. Við nánari skoðun kom í ljós að um gamalt flóð var að ræða og að sleðaförin lágu bæði að og frá flóðinu.

F3 gulur: Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan ofsaveður á höfuðborgarsvæðinu sem olli talsverðu tjóni. Vindhviður voru um og yfir 40 m/sek um tíma og víða varð vatnstjón vegna rigningar og leysinga. Nokkur hundruð verkefnum var sinnt af björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.

F3 gulur: Ófærð á höfuðborgarsvæðinu

Kröpp lægð með suðaustan stormi og úrkomu gekk yfir landið. Allir helstu vegir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokuðust vegna veðurs, snjókomu, skafrennings og blindu auk þess sem ófært varð víða innanbæjar. Sveitin aðstoðaði meðal annars vegfarendur í efri byggðum Kópavogs. Veður gekk niður um kvöldið, hlýnaði og vindur snerist til …

F2 rauður: Leit að flugvél á/við Þingvallavatn.

Bátar og gönguhópar voru boðaðir til leitar vegna lítillar flugvélar sem talið var að farið hafi í Þingvallavatn. Útkallið var afturkallað áður en hópar lögðu af stað eftir að ljóst var að vélin var ekki í hættu.

F2 rauður: Slóðaleit á höfuðborgarsvæðinu

Sveitin var boðuð til leitar að manni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var á bíl og voru því allir slóðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins leitaðir. Hann fannst eftir um sex klukkutíma leit.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi