Útköll

F2 rauður: Leit við Ölfusá

Sveitin var boðuð til leitar í Ölfusá þar sem talið er að maður hafi lent í ánni aðfaranótt annars í jólum. Strax um nóttina var óskað eftir mönnum með öflugan ljósabúnað frá sveitinni til að lýsa upp ánna og leita frá landi. Um morguninn 26. og aftur 27. desember fóru …

F3 rauður: Ofsaveður á landinu öllu

Vegna spár um eina kröppustu lægð sem komið hefur upp að landinu í 25 ár var sveitin sett í viðbragðsstöðu og óskað eftir að meðlimir hennar yrðu tilbúnir í húsi frá kl. 18 síðdegis ef til hjálparbeiðna kæmi. Almenningur var hvattur til þess að vera ekki á ferli, fjölda viðburða …

F3 gulur: Föst í bíl á Krísuvíkurvegi

Snjóbíll sveitarinnar var kallaður til aðstoðar á Krísuvíkurveg þar sem maður ásamt tveimur börnum sínum var fastur á bíl vegna veðurs. Björgunarsveitir sem komu frá Suðurstrandarvegi áttu erfitt með að komast á staðinn og var því óskað eftir snjóbíl til aðstoðar. Áður en snjóbíllinn var kominn á staðinn náðist til …

F2 rauður: Leit að konu í Hafnarfirði

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar að konu með alzheimier sem var týnd í Hafnarfirði. Konan fannst um 10 mínútum eftir boðun heil á húfi.

F1 rauður Neyðarstig: Flugslys suðvestur af Hafnarfirði

Boðað var samkvæmt flugslysaáætlun Reykjavíkurflugvallar þegar boð bárust frá neyðarsendi flugvélar úr hrauninu suðvestan við Hafnarfjörð. Tveir menn voru um borð í vélinni sem saknað var og björgunarsveitir sendar í forgangsakstri til leitar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flak vélarinnar um 4 km vestan við Krísuvíkurveg og voru báðir mennirnir sem voru …

F3 rauður: Jarðskjálfti í Afganistan

Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í kjölfar stórs jarðskjálfta í Afganistan. Hjálparsveitin útvegar mannskap og búnað fyrir alþjóðasveitina og því fór mikil undirbúningsvinna í gang. Sveitin var afturkölluð síðar um daginn.

F2 rauður: Leit að ungum manni

Sveitin var boðuð í leit á Höfuðborgarsvæðinu að ungum karlmanni. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04:00 aðfaranótt 14. október og var talið að hann væri skólaus. Björgunarsveitir leituðu hans lengi á landi, sjó og úr lofti án árangurs. Hann er ennþá ófundinn.

F1 rauður: Skipstrand á Álftanesi

Sveitin var kölluð út vegna 11 tonna báts sem strandaði í fjörunni við Eyri á Álftanesi. Tveir menn voru um borð í bátnum en fljótlega varð ljóst að þeir væru ekki í mikilli hættu þar sem báturinn sat í fjöruborðinu skammt frá landi og fjaraði undan. Veður var gott og …

F3 grænn: Vélarvana bátur í Kollafirði

Vaktstöð siglinga kallaði Stefni upp þar sem hann var á siglingu og bað um að athugað yrði með bát í Kollafjarðarbotni. Vegfarandi hafði tilkynnt að hann væri mögulega vélarvana. Allt reyndist í besta lagi með bátinn og þurftu bátsverjar ekki á aðstoð að halda.

F3 grænn: Vélarvana bátur við Kópavogshöfn

Bátaflokkur boðaður út vegna vélarvana báts 300 metrum utan við Kópavogshöfn. Einn maður og hundur voru um borð. Voru þeir vinir heilir á húfi og dregnir til hafnar í Kópavogi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi