Útköll

F3 grænn: Vélarvana bátur við Bryggjuhverfi

Félagar sveitarinnar sem voru á æfingu við Sundahöfn í Reykjavík voru fengnir til að aðstoða bát sem var vélarvana eftir að hafa rekið skrúfu á utanborðmótor bátsins niður í grynningum við Bryggjuhverfið í Reykjavík. Farið var á staðinn á Stefni og báturinn dreginn til hafnar.

F2 gulur: Leit að barni í Reykjavík

Sveitin var kölluð út rétt fyrir hádegi til leitar að barni í Reykjavík. Barnið fannst heilt á húfi nokkrum mínútum eftir boðun.

F2 gulur: Leit að eldri manni í Reykjavík

Sveitin var kölluð út rétt fyrir hádegi til leitar að eldri manni í Reykjavík sem týnst hafði um nóttina. Fyrst voru sérhæfðir leitarhópar boðaðir og síðan heildarútkall á sveitina um hálftíma síðar. Maðurinn fannst heill á húfi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi