Útköll

F1 rauður: Leit við Óseyrarbrú

Óskað var eftir leitarmönnum eftir að tilkynnt hafði verið um bíl sem hafði farið út af Óseyrarbrú. HSSK sendi einn þriggja manna hóp á staðinn.

F1 rauður: Fall við Þríhnúkagíg

Tilkynnt var um þrjár manneskjur sem fallið höfðu í sprungu við gönugleiðina að Þríhnúkagíg. Tveir voru fluttir slasaðir með þyrlu á slysadeild. Félagar HSSK brugðust hratt og örugglega við útkallinu.

F2 gulur: Leit að manni við Látrabjarg

F1 rauður: Göngumaður í hættu á eiði við Gróttu

Göngumaður lenti í hættu þegar flæða fór þegar hann var á göngu á eiði við Gróttu. Björgunarsveitir og Slökkvilið voru kölluð til. Bátur sveitarinnar fór úr húsi en annar bátur var á undan og náði að bjarga manninum.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi