Útköll

F1 gulur: Bátur strand við Vatnsleysuvík

Sveitin var kölluð út vegna báts sem strandaði í fjörunni við Vatnsleysuvík á móts við Kúagerði. Búið var að manna bækistöð og björgunarbátinn Stefni þegar útkallið var afturkallað nokkrum mínútum síðar. Báturinn hafði þá losnað af strandstað og gat silgt fyrir eigin vélarafli til hafnar.

F2 gulur: Leit að hlaupara við Helgafell

Sveitin var kölluð til leitar að týndum hlaupara sem hafði orðið viðskila við hlaupafélaga sína við Helgafell í Hafnarfirði. Mikil rigning var á svæðinu, frekar kalt í veðri og maðurinn klæddur í hlaupaföt sem ekki nægja til að halda hita á manneskju í kyrrstöðu við slíkar aðstæður. Allar sveitir á ...

F2 rauður: Slasaðist á göngu við Nesjavelli

Kona slasaðist á göngu á Dýrafjöll við Nesjavelli. Björgunarsveitir af suðurlandi og undanfarar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til þar sem talið var að bera þyrfti þá slösuðu talsverða leið í sjúkrabíl. Þyrla landhelgisgæslunnar kom síðan líka á staðinn þannig ekki reyndist þörf á böruburði landleiðina.

F3 gulur: Óveðursaðstoð í Kópavogi

Sveitin sinnti nokkrum óveðursverkefnum í hvassri suðaustanátt í Kópavogi og víðar á Höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis fór trampolín og gámur af stað í Lindahverfi.

F2 gulur: Leit í Fossvogi

Leit að manni sem talið var að gæti hafa lent í sjónum í Fossvogi. Bátar og landhópar voru boðaðir, en útkallið var afturkallað stuttu síðar þegar í ljós kom að maðurinn sem leitað var að hafði ekki lent í sjónum.

F2 gulur: Leit í Fossvogi

Sveitin var boðuð til leitar að ungum manni sem saknað hafði verið frá 1. mars 2017. Fossvogur, Kársnes og nærliggjandi svæði voru leituð á land og á sjó án árangurs.

F2 rauður: Ófærð í Kópavogi

Allar björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna gríðarlega mikillar snjókomu. Helstu verkefni björgunarsveita voru að aðstoða slökkvilið við sjúkraflutninga og koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þar sem þetta gerðist á aðfaranótt sunnudags var umferð með minnsta móti en þó var eitthvað um að menn væru að festast hér og þar. ...

F1 rauður: Óveður á Höfuðborgarsvæðinu

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til vegna óveðurs sem gekk yfir. Öllum leiðum til og frá þéttbýli Höfuðborgarsvæðisins var lokað sem gerði það að verkum að fáir lentu í vandræðum á heiðum en aðstoða þurfti einstaka vegfaranda hér og þar. Einnig var farið í nokkur verkefni vegna foks innanbæjar.

F2 rauður: Leit í Hafnarfirði

Sveitin var ásamt öðrum björgunarsveitum boðuð til leitar á Völlunum í Hafnarfirði að konu sem óttast var um. Í fyrstu var óskað eftir sérhæfðum leitarhóp og fór einn hópur til leitar ásamt því að Stefnir var kallaður til leitar líka, en hann var úti á sjó í æfingu. Síðar var ...

F2 gulur: Óveður í Kópavogi

Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir Kópavog. Þakkanntar, bárujárn, lausir hlutir og ýmislegt fleira var farið að fjúka og valda bæði tjóni og hættu fyrir almenning. 15 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi