F2 gulur: Leit að konu innanbæjar
Sveitin var kölluð út fyrir hádegi til leitar að konu sem var týnd innanbæjar á Höfuðborgarsvæðinu. Leitin var afturkölluð skömmu eftir hádegi.
Sveitin var kölluð út fyrir hádegi til leitar að konu sem var týnd innanbæjar á Höfuðborgarsvæðinu. Leitin var afturkölluð skömmu eftir hádegi.
Bátahópur sveitarinnar var kallaður út til leitar eftir að neyðarsól sást á lofti yfir Skerjafirði. Leitað var þangað til að önnur neyðarsól sást á lofti sem greinilega var skotið upp frá landi.
Sveitin var kölluð út til leitar að erlendum ferðamanni sem sást síðast í Landmannalaugum. Sunnudaginn 19. september fóru leitarhópar og leituðu líklegar leiðir án árangurs. Helgina eftir var aftur farið til leitar og þá leitað í nágrenni við Landmannalaugar þar sem svæðið hafði verið reitað niður og einstaka hópar fengið …
Félagar sveitarinnar sem voru á æfingu við Sundahöfn í Reykjavík voru fengnir til að aðstoða bát sem var vélarvana eftir að hafa rekið skrúfu á utanborðmótor bátsins niður í grynningum við Bryggjuhverfið í Reykjavík. Farið var á staðinn á Stefni og báturinn dreginn til hafnar.
Sveitin var kölluð út rétt fyrir hádegi til leitar að barni í Reykjavík. Barnið fannst heilt á húfi nokkrum mínútum eftir boðun.
Sveitin var kölluð út rétt fyrir hádegi til leitar að eldri manni í Reykjavík sem týnst hafði um nóttina. Fyrst voru sérhæfðir leitarhópar boðaðir og síðan heildarútkall á sveitina um hálftíma síðar. Maðurinn fannst heill á húfi.