Útköll

F2 gulur: Slys í Esju

Ökklabrotinn maður í Esju. Tveir voru farnir úr húsi fljótlega og fjórir mættu í bækistöð.

F1 gulur: Leit að manni í Hafnarfirði

Sveitin var í nótt kölluð út til leitar að manni í Hafnarfirði. Leitin stóð til kl. 17:50 þegar maðurinn fannst heill á húfi. Samtals tóku tæplega 50 félagar úr HSSK þátt í aðgerðinni við leit og aðgerðastjórnun.

F2 rauður: Slóðaleit á höfuðborgarsvæðinu

Sveitin var boðuð til leitar að manni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var á bíl og voru því allir slóðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins leitaðir. Hann fannst eftir um sex klukkutíma leit.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi