Útköll

F2 rauður Hættustig: Vélarbilun í farþegaflugvél

Sveitin var boðuð rétt eftir miðnætti samkvæmt Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar. Boeing 757 flugvél var að koma inn til lendingar með bilun í eldsneytiskerfi, 105 manns voru um borð í vélinni. Útkallið var afturkallað um 20 mínútum síðar þegar flugvélin hafði lenti heilu og höldnu.

F1 rauður: Féll í klettum á Borgarfirði eystri

Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út vegna manns sem féll í klettum í fjöru við Borgarfjörð eystri. Til stóð að senda þá með þyrlu LHG sem hafði verið kölluð til aðstoðar. Björgunarsveitir á Austurlandi héldu ennig á staðinn og var manninum bjargað úr fjörunni á bátum áður en þyrlan …

F2 gulur: Leit ofan Kaldársels

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar ofan Kaldársels í Hafnarfirði þar sem mæðgur höfðu lent í þoku á göngu og týnt slóðanum sem þær voru á. Á sama tíma var í gangi leitartækninámskeið hjá sveitinni og hélt einn hópur þegar í stað á vettvang. Um 20 mínútum eftir boðun …

F2 gulur: Óveður í Kópavogi

Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Óskað var eftir einum hóp frá sveitinni og var hann að störfum í tæpa þrjá tíma. Þakplata var að fjúka af húsi á Kársnesi, klæðning að fjúka af spennustöð í austurbænum og vinnupallar að fjúka í Reykjavík svo nokkur dæmi …

F2 rauður: Leit á Fimmvörðuhálsi

Snjóbíll og vélsleðar sveitarinnar voru kallaðir út til leitar vegna erlends ferðamanns sem var týndur á Fimmvörðuhálsi. Aðstæður á hálsinum voru erfiðar vegna þungs færis, snjókomu og lélegs skyggnis. Björgunarsveitir af suðurlandi höfðu leitað mannsins frá því fyrr um daginn og var óskað eftir liðsauka af höfuðborgarsvæðinu og öðrum svæðum …

F1 gulur: Bátur strand við Álftanes

Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að 10 metra langur fiskibátur strandaði við Álftanes. Báturinn lá þá utan í skeri með bilað stýri og var byrjaður að leka en lensidæla um borð náði að halda í við lekann. Þrátt fyrir að útkallið kæmi á dagvinnutíma á virkum degi …

F2 rauður: Innanbæjarleit í Reykjavík

Sveitin var kölluð út stuttu eftir miðnætti til leitar að unglingsdreng sem týndur var í Breiðholti. Drengurinn fannst heill á húfi eftir um þriggja klukkustunda leit.

F2 gulur: Neyðarsól í Hafnarfirði

Bátar sveitarinnar voru kallaðir til leitar vegna neyðasólar sem sást á lofti ekki langt frá innsiglingunni inn í Hafnarfjarðarhöfn. Björgunarbáturinn Stefnir fór út og leitaði svæðið ásamt björgunarbátnum Fiskakletti frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Ekkert fannst og var leit hætt þegar ljóst þótti að enginn væri í hættu.

F2 rauður Hættustig: Reykur í flugvél

Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var virkjuð þar sem talið var að reykur væri um borð í Boeing 747 flugvél sem væri að koma til lendingar. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í svona tilfefllum sendar á biðsvæði við Straumsvík. Útkallið var afturkallað tveimur mínútum eftir boðun.

F2 gulur: Innanbæjarleit í Kópavogi

Sveitin var kölluð út til leitar innanbæjar í Kópavogi að unglingsstúlku sem óttast var um. Hún hafði farið af heimili sínu illa búin miðað við veður og árstíma. Kalt var í veðri, gekk á með skúrum og gríðarlega mikil klaki á götum. Stúlkan fannst heil á húfi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi