F1 rauður: Leit í Grímsnesi
Leit að konu í Grímsnesi sem óttast var um. Sveitir af Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar um kl. 5 um nóttina. Konan fannst heil á húfi.
Leit að konu í Grímsnesi sem óttast var um. Sveitir af Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar um kl. 5 um nóttina. Konan fannst heil á húfi.
Fyrsta stóra haustlægðin gengur yfir Höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi úthreinsun á trampolínum og öðrum lausum hlutum sem voru ennþá úti eftir sumarið. Einnig nokkur verkefni vegna trjáa sem féllu og klæðninga sem fuku af húsum. Hjálparbeiðnir fóru að berast uppúr kl. 1 um nóttina og útkallinu lauk um það leiti sem …
Sveitin var boðuð til leitar í Breiðholti að manni sem óttast var um. Hann kom fram um hálftíma eftir að leit hófst heill á húfi.
Göngu- og fjallabjörgunarhópar boðaðir út vegna konu sem slasaðist á ökkla í Esjunni. Þurfti að bera konuna í börum um 250 metra leið að sjúkrabíl.
Bátar boðaðir út vegna báts með bilað stýri á miðjum Kollafirði norðan við Akurey. Stefnir dró bátinn ásamt áhöfn til hafnar í Reykjavík. Fjórir menn voru um borð og þá sakaði ekki.
Sveitin var boðuð í leit að karlmanni sem sást síðast við Kleifarvatn. Vegfarandi fann manninn látinn áður en björgunarsveitir höfðu hafið leit á staðnum.
Leit að konu sem saknað var við Þyrilsnes í Hvalfirði þar sem bíll hennar hafði fundist mannlaus. Björgunarsveitir voru boðaðar af Höfuðborgarsvæðinu og vesturlandi. Konan fannst látin.
Bátar sveitarinnar voru kallaðir út vegna skútu sem var að stranda rétt fyrir utan Kópavogshöfn. Segl skútunnar höfðu rifnað og áhöfnin í erfiðleikum með að halda varavél í gangi. Skútan komst þrátt fyrir það það upp að varnargarði inni í Kópavogshöfn þaðan sem Stefnir dró hana að bryggju.
Leita að tveimur göngumönnum sem lentu í sjálfheldu í Esju. Þeir höfðu gengið upp Þverfellshornið kvöldið áður en villst á fjallinu og ekki fundið niðurgögnguleið. Eftir um 10 klukkustundir á fjallinu voru þeir komnir í sjálfheldu og óskuðu eftir aðstoð. Ekki var talið að fyrstu upplýsingar um staðsetningu væru áreiðanlegar …
Sveitin var boðuð til leitar að manni við Þingvelli. Bílaleigubíll mannsins hafði fundist norðan við þjónustumiðstöðina og þegar honum var ekki skilað á tilsettum tíma og sá seim var með hann á leigu hafði ekki mætt í flug sem hann átti bókað var ákveðið að hefja leit að honum. Björgunarsveitir …