Útköll

F3 grænn: Óveður á höfuðborgarsvæðinu

Sveitin kölluð út vegna óveðursaðstoðar í austur- og vesturbæ Reykjavíkur. Einn hópur var sendur til aðstoðar og sinnti tveimur verkefnum, m.a. að binda niður fellihýsi sem var laust og saga niður tré sem hafði brotnað í óveðri.

F2 rauður: Slys við Lambafell

Maður fótbrotnaði við Lambafell suðaustan við Bláfjöll. Undanfarar af svæði 1 og 3 voru á samæfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar við Sandskeið og fóru á vettvang. Þyrlan kom fyrst að og flutti hinn slasaði á slysadeild.

F1 rauður: Bíll í Reykjavíkurhöfn

Óskað var eftir aðstoðar sveitarinnar vegna bíls sem hafði farið í sjóinn við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Stefnir, bátur sveitarinnar var sendur af stað til leitar. Auk þess fór bíll sveitarinnar, Kópur 5, til þess að lýsa upp leitarsvæðið.

F1 rauður: Slys í Esju

Sveitin var kölluð út vegna slyss í Esju. Maður hafði slasast við Stein og gat ekki gengið niður. Hópur undanfara lagði af stað frá HSSK. Manninum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

F3 grænn: Maður í sjálfheldu í Blikdal

Sveitinni barst beiðni um aðstoð vegna manns sem var í sjálfheldu í Blikdal. Snjóbíll sveitarinnar var sendur af stað ásamt einum gönguhópi og sleðaflokki sveitarinnar. Gönguhópur frá HSSK var kominn nálægt hinum týnda þegar honum var bjargað af annarri björgunarsveit.

F3 grænn: Bátur laus í Kópavogshöfn

Sveitin var kölluð út vegna 30 tonna báts í Kópavogshöfn sem hafði losnað frá bryggju og slóst upp í hafnargarðinn. 11 manns frá HSSK mættu í þetta úkall og leystu þetta verkefni á báti sveitarinnar, Stefni.

F1 rauður: Leit við Óseyrarbrú

Óskað var eftir leitarmönnum eftir að tilkynnt hafði verið um bíl sem hafði farið út af Óseyrarbrú. HSSK sendi einn þriggja manna hóp á staðinn.

F1 rauður: Fall við Þríhnúkagíg

Tilkynnt var um þrjár manneskjur sem fallið höfðu í sprungu við gönugleiðina að Þríhnúkagíg. Tveir voru fluttir slasaðir með þyrlu á slysadeild. Félagar HSSK brugðust hratt og örugglega við útkallinu.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi