Útköll

F2 rauður: Leit á Fimmvörðuhálsi

Snjóbíll og vélsleðar sveitarinnar voru kallaðir út til leitar vegna erlends ferðamanns sem var týndur á Fimmvörðuhálsi. Aðstæður á hálsinum voru erfiðar vegna þungs færis, snjókomu og lélegs skyggnis. Björgunarsveitir af suðurlandi höfðu leitað mannsins frá því fyrr um daginn og var óskað eftir liðsauka af höfuðborgarsvæðinu og öðrum svæðum …

F1 gulur: Bátur strand við Álftanes

Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að 10 metra langur fiskibátur strandaði við Álftanes. Báturinn lá þá utan í skeri með bilað stýri og var byrjaður að leka en lensidæla um borð náði að halda í við lekann. Þrátt fyrir að útkallið kæmi á dagvinnutíma á virkum degi …

F2 rauður: Innanbæjarleit í Reykjavík

Sveitin var kölluð út stuttu eftir miðnætti til leitar að unglingsdreng sem týndur var í Breiðholti. Drengurinn fannst heill á húfi eftir um þriggja klukkustunda leit.

F2 gulur: Neyðarsól í Hafnarfirði

Bátar sveitarinnar voru kallaðir til leitar vegna neyðasólar sem sást á lofti ekki langt frá innsiglingunni inn í Hafnarfjarðarhöfn. Björgunarbáturinn Stefnir fór út og leitaði svæðið ásamt björgunarbátnum Fiskakletti frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Ekkert fannst og var leit hætt þegar ljóst þótti að enginn væri í hættu.

F2 rauður Hættustig: Reykur í flugvél

Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var virkjuð þar sem talið var að reykur væri um borð í Boeing 747 flugvél sem væri að koma til lendingar. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í svona tilfefllum sendar á biðsvæði við Straumsvík. Útkallið var afturkallað tveimur mínútum eftir boðun.

F2 gulur: Innanbæjarleit í Kópavogi

Sveitin var kölluð út til leitar innanbæjar í Kópavogi að unglingsstúlku sem óttast var um. Hún hafði farið af heimili sínu illa búin miðað við veður og árstíma. Kalt var í veðri, gekk á með skúrum og gríðarlega mikil klaki á götum. Stúlkan fannst heil á húfi.

F2 rauður: Leit við Ölfusá

Sveitin var boðuð til leitar í Ölfusá þar sem talið er að maður hafi lent í ánni aðfaranótt annars í jólum. Strax um nóttina var óskað eftir mönnum með öflugan ljósabúnað frá sveitinni til að lýsa upp ánna og leita frá landi. Um morguninn 26. og aftur 27. desember fóru …

F3 rauður: Ofsaveður á landinu öllu

Vegna spár um eina kröppustu lægð sem komið hefur upp að landinu í 25 ár var sveitin sett í viðbragðsstöðu og óskað eftir að meðlimir hennar yrðu tilbúnir í húsi frá kl. 18 síðdegis ef til hjálparbeiðna kæmi. Almenningur var hvattur til þess að vera ekki á ferli, fjölda viðburða …

F3 gulur: Föst í bíl á Krísuvíkurvegi

Snjóbíll sveitarinnar var kallaður til aðstoðar á Krísuvíkurveg þar sem maður ásamt tveimur börnum sínum var fastur á bíl vegna veðurs. Björgunarsveitir sem komu frá Suðurstrandarvegi áttu erfitt með að komast á staðinn og var því óskað eftir snjóbíl til aðstoðar. Áður en snjóbíllinn var kominn á staðinn náðist til …

F2 rauður: Leit að konu í Hafnarfirði

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar að konu með alzheimier sem var týnd í Hafnarfirði. Konan fannst um 10 mínútum eftir boðun heil á húfi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi