F3 grænn: Leki að skútu á Kársnesi
Farið var á Stefni að bryggjunni við Naustavör á Kársnesi þar sem leki hafði komið að skútu í höfninni. Sjó var dælt úr skútunni og tók verkið rúman klukkutíma.
Farið var á Stefni að bryggjunni við Naustavör á Kársnesi þar sem leki hafði komið að skútu í höfninni. Sjó var dælt úr skútunni og tók verkið rúman klukkutíma.
Tveir göngumenn í Esju verða viðskila og skilar annar sér ekki niður af fjallinu aftur. Myrkur er skollið á þegar björgunarsveitir eru kallaðar til í kringum miðnætti. Maðurinn finnst heill á húfi af fyrstu leitarhópum sem fara upp í fjallið en hann hafði lent í vandræðum með að komast niður …
Leitað að 13 ára dreng sem var týndur í nágrenni Öskjuhlíðar í Reykjavík. Hann fannst örfáum mínútum eftir að sveitin var kölluð út.
Björgunarsveitir af öllu norðanverðu og vestanverðu landinu voru kallaðar til leitar að manni sem óttast var um í nágrenni Patreksfjarðar. Leitað hafði verið að honum frá því um morguninn en ekkert til hans spurst. Gönguhópur frá sveitinni fór vestur á Paterksfjörð og hóf leit á svæðinu morguninn 21. september. Maðurinn …
Sveitin var boðuð til leitar við Hrafnistu í Hafnarfirði. Útkallið var afturkallað þegar hinn týndi fannst örfáum mínútum síðar.
Sveitin auk annarra björgunarsveita af Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar eftir að ung einhverf stúlka týndist við skóla í Hafnarfirði. Þegar leitin hafði staðið yfir í um þrjár klukkustundir fannst stúlkan heil á húfi.
Hálendisvakt sveitarinnar var kölluð út vegna erlends ferðamanns sem datt á höfuðið á Laugarveginum milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Fékk hann við það djúpan skurð á höfuð og þurfti að komast undir læknishendur til að sauma saman.
Sveitin var boðuð til leitar að konu á Höfuðborgarsvæðinu ásamt fleiri björgunarsveitum af suðvesturhorni landsins. Tveir hópar fóru til leitar frá sveitinni. Konan fannst heil á húfi.
Hálendisvakt sveitarinnar var boðuð vegna vélhjólaslyss á Sprengisandsleið, rétt norðan fjórðungsvatns. Erlendur ferðamaður í skipulagðri vélhjólaferð hafði fallið af hjóli sínu og fótbrotnað. Maðurinn var fluttur á börum í jeppa sveitarinnar niður að Aldeyjarfossi þaðan sem sjúkrabíll tók við honum og flutti á sjúkrahús.
Kona óskaði aðstoðar hálendisvaktar eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi á Gæsavatnaleið. Hún hafði verið að hjóla frá Nýjadal og var ferðinni heitið að Drekagili við Öskju.