Útköll

F1 rauður Neyðarstig: Flugslys suðvestur af Hafnarfirði

Boðað var samkvæmt flugslysaáætlun Reykjavíkurflugvallar þegar boð bárust frá neyðarsendi flugvélar úr hrauninu suðvestan við Hafnarfjörð. Tveir menn voru um borð í vélinni sem saknað var og björgunarsveitir sendar í forgangsakstri til leitar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flak vélarinnar um 4 km vestan við Krísuvíkurveg og voru báðir mennirnir sem voru …

F3 rauður: Jarðskjálfti í Afganistan

Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í kjölfar stórs jarðskjálfta í Afganistan. Hjálparsveitin útvegar mannskap og búnað fyrir alþjóðasveitina og því fór mikil undirbúningsvinna í gang. Sveitin var afturkölluð síðar um daginn.

F2 rauður: Leit að ungum manni

Sveitin var boðuð í leit á Höfuðborgarsvæðinu að ungum karlmanni. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04:00 aðfaranótt 14. október og var talið að hann væri skólaus. Björgunarsveitir leituðu hans lengi á landi, sjó og úr lofti án árangurs. Hann er ennþá ófundinn.

F1 rauður: Skipstrand á Álftanesi

Sveitin var kölluð út vegna 11 tonna báts sem strandaði í fjörunni við Eyri á Álftanesi. Tveir menn voru um borð í bátnum en fljótlega varð ljóst að þeir væru ekki í mikilli hættu þar sem báturinn sat í fjöruborðinu skammt frá landi og fjaraði undan. Veður var gott og …

F3 grænn: Vélarvana bátur í Kollafirði

Vaktstöð siglinga kallaði Stefni upp þar sem hann var á siglingu og bað um að athugað yrði með bát í Kollafjarðarbotni. Vegfarandi hafði tilkynnt að hann væri mögulega vélarvana. Allt reyndist í besta lagi með bátinn og þurftu bátsverjar ekki á aðstoð að halda.

F3 grænn: Vélarvana bátur við Kópavogshöfn

Bátaflokkur boðaður út vegna vélarvana báts 300 metrum utan við Kópavogshöfn. Einn maður og hundur voru um borð. Voru þeir vinir heilir á húfi og dregnir til hafnar í Kópavogi.

F2 gulur: Neyðarsól yfir Skerjafirði

Tilkynnt var um neyðarljós á lofti yfir Skerjafirði. Stefnir og bátur frá Björgunarsveitinni Ársæli leituðu sjóinn við Ægissíðu milli flugbrautar og Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Ekkert fannst sem gaf til kynna að fólk væri í vanda og var leit hætt eftir að hafa staðið yfir í rúma klukkustund.

F1 rauður: Leit í Grímsnesi

Leit að konu í Grímsnesi sem óttast var um. Sveitir af Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar um kl. 5 um nóttina. Konan fannst heil á húfi.

F3 gulur: Óveður á Höfuðborgarsvæðinu

Fyrsta stóra haustlægðin gengur yfir Höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi úthreinsun á trampolínum og öðrum lausum hlutum sem voru ennþá úti eftir sumarið. Einnig nokkur verkefni vegna trjáa sem féllu og klæðninga sem fuku af húsum. Hjálparbeiðnir fóru að berast uppúr kl. 1 um nóttina og útkallinu lauk um það leiti sem …

F2 rauður: Leit í Breiðholti

Sveitin var boðuð til leitar í Breiðholti að manni sem óttast var um. Hann kom fram um hálftíma eftir að leit hófst heill á húfi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi