Útköll

F2 gulur: Neyðarsól yfir Skerjafirði

Tilkynnt var um neyðarljós á lofti yfir Skerjafirði. Stefnir og bátur frá Björgunarsveitinni Ársæli leituðu sjóinn við Ægissíðu milli flugbrautar og Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Ekkert fannst sem gaf til kynna að fólk væri í vanda og var leit hætt eftir að hafa staðið yfir í rúma klukkustund.

F1 rauður: Leit í Grímsnesi

Leit að konu í Grímsnesi sem óttast var um. Sveitir af Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar um kl. 5 um nóttina. Konan fannst heil á húfi.

F3 gulur: Óveður á Höfuðborgarsvæðinu

Fyrsta stóra haustlægðin gengur yfir Höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi úthreinsun á trampolínum og öðrum lausum hlutum sem voru ennþá úti eftir sumarið. Einnig nokkur verkefni vegna trjáa sem féllu og klæðninga sem fuku af húsum. Hjálparbeiðnir fóru að berast uppúr kl. 1 um nóttina og útkallinu lauk um það leiti sem …

F2 rauður: Leit í Breiðholti

Sveitin var boðuð til leitar í Breiðholti að manni sem óttast var um. Hann kom fram um hálftíma eftir að leit hófst heill á húfi.

F2 rauður: Slasaðist á ökkla í Esju

Göngu- og fjallabjörgunarhópar boðaðir út vegna konu sem slasaðist á ökkla í Esjunni. Þurfti að bera konuna í börum um 250 metra leið að sjúkrabíl.

F2 gulur: Bátur með bilað stýri norðan við Akurey

Bátar boðaðir út vegna báts með bilað stýri á miðjum Kollafirði norðan við Akurey. Stefnir dró bátinn ásamt áhöfn til hafnar í Reykjavík. Fjórir menn voru um borð og þá sakaði ekki.

F2 rauður: Leit við Kleifarvatn

Sveitin var boðuð í leit að karlmanni sem sást síðast við Kleifarvatn. Vegfarandi fann manninn látinn áður en björgunarsveitir höfðu hafið leit á staðnum.

F2 rauður: Leit við Þyrilsnes

Leit að konu sem saknað var við Þyrilsnes í Hvalfirði þar sem bíll hennar hafði fundist mannlaus. Björgunarsveitir voru boðaðar af Höfuðborgarsvæðinu og vesturlandi. Konan fannst látin.

F1 grænn: Skúta í vandræðum við Kópavogshöfn

Bátar sveitarinnar voru kallaðir út vegna skútu sem var að stranda rétt fyrir utan Kópavogshöfn. Segl skútunnar höfðu rifnað og áhöfnin í erfiðleikum með að halda varavél í gangi. Skútan komst þrátt fyrir það það upp að varnargarði inni í Kópavogshöfn þaðan sem Stefnir dró hana að bryggju.

F2 rauður: Í sjálfheldu í Esju

Leita að tveimur göngumönnum sem lentu í sjálfheldu í Esju. Þeir höfðu gengið upp Þverfellshornið kvöldið áður en villst á fjallinu og ekki fundið niðurgögnguleið. Eftir um 10 klukkustundir á fjallinu voru þeir komnir í sjálfheldu og óskuðu eftir aðstoð. Ekki var talið að fyrstu upplýsingar um staðsetningu væru áreiðanlegar …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi