Útköll

F1 gulur: Bátur að reka upp að Lönguskerjum

Sveitin var boðuð á hæsta forgangi vegna báts sem varð vélarvana á Skerjafirði og rak í áttina að Lönguskerjum. Stefnir var við það að leggja úr höfn þegar annar sjófarandi var kominn á vettvang og búinn að ná bátnum í tog.

F2 rauður: Leit í Sveinsgili

Sveitin var boðuð út til leitar að ferðamanni sem hafði dottið fram af snjóskafli yfir jökulánni í Sveinsgili nálægt Landmannalaugum. Ferðafélagi mannsins sá hann falla í ánna þaðan sem straumurinn bar hann undir skaflinn. Skaflinn huldi ánna á um 46 metra löngum kafla, mjög þykkur og harðgerður snjór. Björgunarsveitir af …

F2 rauður: Leit að breskum göngumanni

Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru kallaðar til leitar við Djúpavatn á Reykjanesi uppúr kl. 16 vegna bresks göngumanns sem hafði orðið viðskila við ferðafélaga sína. Hópurinn var að ganga Reykjaveg frá Reykjanesi til Nesjavalla. Þegar leit var farin vel af stað barst vísbending um ferðir mannsins við Grindarskörð og …

F2 gulur: Vélarvana bátur vestan Kársness

Sveitin var kölluð út um miðjan dag á sjálfan Sjómannadaginn vegna lítils slöngubáts sem varð bensínlaus á Skerjafirði vestan Kársness. Þrír menn voru um borð en engin hætta var á ferðum. Farið var út á björgunarbátnum Stefni og báturinn dreginn til hafnar í Kópavogi.

F2 gulur: Leit í Fossvogi

Bátar og landhópar voru kallaðir til leitar í morgun að ungum manni í Fossvogi sem óttast var um. Stefnir, stærri bátur sveitarinna fór til leitar ásamt gönguhóp og reiðhjólahóp. Maðurinn kom fram heill á húfi þegar leit hafði staðið yfir í tæpa þrjá tíma.

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Sveitin var kölluð út aðfaranótt sunnudags vegna eldri manns sem var týndur í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fannst heill á húfi stuttu eftir boðun.

F2 rauður Hættustig: Vélarbilun í farþegaflugvél

Sveitin var boðuð rétt eftir miðnætti samkvæmt Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar. Boeing 757 flugvél var að koma inn til lendingar með bilun í eldsneytiskerfi, 105 manns voru um borð í vélinni. Útkallið var afturkallað um 20 mínútum síðar þegar flugvélin hafði lenti heilu og höldnu.

F1 rauður: Féll í klettum á Borgarfirði eystri

Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út vegna manns sem féll í klettum í fjöru við Borgarfjörð eystri. Til stóð að senda þá með þyrlu LHG sem hafði verið kölluð til aðstoðar. Björgunarsveitir á Austurlandi héldu ennig á staðinn og var manninum bjargað úr fjörunni á bátum áður en þyrlan …

F2 gulur: Leit ofan Kaldársels

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar ofan Kaldársels í Hafnarfirði þar sem mæðgur höfðu lent í þoku á göngu og týnt slóðanum sem þær voru á. Á sama tíma var í gangi leitartækninámskeið hjá sveitinni og hélt einn hópur þegar í stað á vettvang. Um 20 mínútum eftir boðun …

F2 gulur: Óveður í Kópavogi

Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Óskað var eftir einum hóp frá sveitinni og var hann að störfum í tæpa þrjá tíma. Þakplata var að fjúka af húsi á Kársnesi, klæðning að fjúka af spennustöð í austurbænum og vinnupallar að fjúka í Reykjavík svo nokkur dæmi …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi