Útköll

F1 rauður: Í sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli

Undanfarar björgunarsveita voru kallaðir út til að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar austur að Gunnólfsvíkurfjalli við Finnafjörð í Bakkaflóa þar sem maður hafði lent í sjálfheldu í fjallinu. Talsvert erfitt var að komast að manninum og aðstoða hann niður en að lokum tókst með öruggum hætti að komst til hans og …

F2 rauður: Týndar rjúpnaskyttur á Snæfellsnesi

Sveitir af öllum vesturhelmingi landsins voru kallaðar til leitar á Snæfellsnesi þar sem tvær rjúpnaskyttur höfðu ekki skilað sér af fjalli í lok dags eins og til stóð. Mjög slæmt veður var á svæðinu, lélegt skyggni, rok og úrkoma sem gerði leit á svæðinu mjög erfiða. Eftir langa og erfiða …

F2 rauður: Villt rjúpnaskytta í nágrenni Botnssúlna

Rjúpnaskytta sem hafði verið á svæði sem kennt er við Kjöl suðvestan við Botnssúlur lent í svartaþoku og missti áttirnar. Maðurinn var með síma sem ekki var orðinn batterýslaus og svo vel vildi til að símasamband var á svæðinu þannig hann gat óskað eftir aðstoð sjálfur. Á meðan björgunarsveitir voru …

F3 gulur: Fastir bílar á Nesjavallaleið

Beint í framhaldi af rútuslyssútkalli á Mosfellsheiði kom tilkynning um mikinn fjölda fólks í föstum bílum á Nesjavallaleið. Hópar sem höfðu lokið verkefnum á Mosfellsheiði fóru því þaðan til aðstoðar yfir á Nesjavallaleið, en þegar komið var á staðinn fundust engir fastir bílar þar.

F1 rauður: Rútuslys á Mosfellsheiði

Sveitin var kölluð út ásamt fleiri viðbragðsaðilum vegna hópslyss á Mosfellsheiði þar sem rúta með erlendum ferðamönnum hafði oltið út af veginum í mikilli hálku. Flytja þurfti marga af farþegum rútunnar á sjúkrahús en óslasaðir voru fluttir á fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Mosfellsbæ.

F1 grænn: Jetski slys við Kópavogshöfn

Sveitin var boðuð út á hæsta forgangi þegar tilkynning barst um að maður á jetski hefði lent í slysi fyrir utan Kópavogshöfn og væri í sjónum. Þegar menn voru að undurbúa brottför úr húsi var maðurinn búinn að synda í land og ekkert amaði að honum. Jetskiið hafði bilað og …

F2 gulur: Leit á Úlfarsfelli

Allar sveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út seint að kvöldi til leitar að manni á Úlafarsfelli. 17 manns frá sveitinni tóku þátt útkallinu sem lauk þegar maðurinn fannst um það bil tveimur klukkustundum síðar.

F3 grænn: Leki að skútu á Kársnesi

Farið var á Stefni að bryggjunni við Naustavör á Kársnesi þar sem leki hafði komið að skútu í höfninni. Sjó var dælt úr skútunni og tók verkið rúman klukkutíma.

F2 gulur: Leit í Esju

Tveir göngumenn í Esju verða viðskila og skilar annar sér ekki niður af fjallinu aftur. Myrkur er skollið á þegar björgunarsveitir eru kallaðar til í kringum miðnætti. Maðurinn finnst heill á húfi af fyrstu leitarhópum sem fara upp í fjallið en hann hafði lent í vandræðum með að komast niður …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi