Útköll

F2 rauður: Leit í Hafnarfirði

Sveitin var ásamt öðrum björgunarsveitum boðuð til leitar á Völlunum í Hafnarfirði að konu sem óttast var um. Í fyrstu var óskað eftir sérhæfðum leitarhóp og fór einn hópur til leitar ásamt því að Stefnir var kallaður til leitar líka, en hann var úti á sjó í æfingu. Síðar var …

F2 gulur: Óveður í Kópavogi

Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir Kópavog. Þakkanntar, bárujárn, lausir hlutir og ýmislegt fleira var farið að fjúka og valda bæði tjóni og hættu fyrir almenning. 15 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu.

F1 rauður: Snjóflóð í Esju

Sveitin var boðuð út á hæsta forgangi vegna þriggja göngumanna sem lentu í snjóflóði í Grafardal í Esju. Snjóbíll sveitarinnar, jeppar og um 28 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu. Mennirnir voru fluttir á staði í fjallinu þar sem þyrla LHG gat athafnað sig til að taka þá um …

F2 gulur: Sjálfhelda í Helgafelli

Sveitin var kölluð út vegna manns sem salasðist á göngu í Helgafelli við Kaldársel. Maðurinn var fluttur í sjúkrabíl sem beið við bílastæðið við Kaldársel.

F2 rauður: Leit á suðvesturhorni landsins

Sveitin var boðuð út nokkrum sinnum á tímabilinu frá 16. - 22. janúar til leitar að ungri konu sem hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Í upphafi leitar voru svæði leituð í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sást síðast og í Hafnarfirði þar sem …

F2 rauður: Leit að vélsleðfólki á Kili

Sveitin var kölluð út rétt fyrir kl. 16 vegna tveggja ferðamanna á einum vélsleða sem skiluðu sér ekki til baka úr ferð í nágrenni við Skálpanes á Kili. Þrír sleðamenn fóru úr húsi um 25 mínútum eftir boðun og snjóbíll sveitarinnar var einnig sendur stuttu síðar ásamt mikið breyttum jeppum. …

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Nokkrar sveitir af höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar að manni í Reykjavík. Útkallið var afturkallað þegar maðurinn fannst áður en hópar fóru úr húsi.

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Sveitin var kölluð út uppúr kl. 22 til leitar að eldri manni í Grafarholti í Reykjavík sem hafði verið týndur frá því fyrr um kvöldið. Maðurinn fannst heill á húfi rúmum hálftíma eftir boðun.

F2 rauður: Leit í Kópavogi

Sveitin var kölluð út um kvöldmatarleitið til leitar í Vatnsendahlíð og efri byggðum Kópavogs að manni sem ekkert hafði spurst til frá því um morguninn. Mikil rigning hafði verið um daginn en það stytti upp síðdegis. Seint um kvöldið var hiti kominn niður fyrir frostmark og spár gerðu ráð fyrir …

F2 rauður: Leit að rjúpnaskyttu sunnan Egilsstaða

Sveitir af mestöllu landinu voru boðaðar til leitar á Hallormsstaðahálsi á Héraði sunnan Egilsstaða þar sem rjúpnaskytta hafði ekki skilað sér til baka af fjalli í lok dags á föstudegi. Flogið var með stóran hóp göngumanna austur á Egilsstaði frá Reykavíkurflugvelli sem leituðu á laugardeginum auk þess sem farið var …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi