Útköll

F2 gulur: Innabæjar leit í Kópavogi

Innanbæjar leit í Kópavogi að týndri konu. Þar sem þetta var í næsta nágreni fóru sveitarfélagar á hjólum úr bækistöð. Margir komu að leitinni og þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar. Konan fannst skömmu síðar.

F2 gulur: Innanbæjar leit í Reykjavík

Tilkynnt var um týndan mann í Reykjavík uppúr hádegi laugardaginn um verslunarmannahelgi. Þrátt fyrir að margir væru í fríi tókst vel að manna útkallið og fóru 2 hópar úr húsi. í hópunum voru sérhæfðir leitarmenn og hjól sveitarinnar sem nýttust vel við leitina.

F1 rauður: Paraglider í sjóinn

Tilkynnt var um að paraglider hefði sést fara í sjóinn. Stærri bátur sveitarinnar, Stefnir var í gæsluverkefni í nauthólsvík og gat því brugðist hratt við. Stuttu síðar fór Sædís, minni bátur sveitarinnar af stað.

F2 gulur: Leit í Breiðholti

Óskað var eftir mannskap til leitar að manni í Breiðholti. Hópur frá sveitinni tók þátt og fannst maðurinn eftir stutta leit.

F1 gulur: Kona fótbrotin í Esju

Óskað var eftir um 9 leytið. Kona hafði fótbrotnað og þurfti að koma henni niður. Undanfarar fóru úr húsi. Hún var sótt með þyrlu.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi