Útköll

F1 rauður: Bátur að sökkva

Sveitin var kölluð út að leita að bát sem hafði sent neyðarkall. Kópur Stefnir og Kópur slöngubátur taka þátt í leitinni að bátnum.

F2 rauður: Bátaútkall

Ekki náðist samband við bát. Útkallið var afturkallað skömmu síðar eftir að samband náðist við bátinn.

F3 grænn: Bátur laus í Kópavogshöfn

Sveitin var kölluð út vegna 30 tonna báts í Kópavogshöfn sem hafði losnað frá bryggju og slóst upp í hafnargarðinn. 11 manns frá HSSK mættu í þetta úkall og leystu þetta verkefni á báti sveitarinnar, Stefni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi