Útköll

F3 grænn: Bátur laus í Kópavogshöfn

Sveitin var kölluð út vegna 30 tonna báts í Kópavogshöfn sem hafði losnað frá bryggju og slóst upp í hafnargarðinn. 11 manns frá HSSK mættu í þetta úkall og leystu þetta verkefni á báti sveitarinnar, Stefni.

F3 grænn: Erlendir ferðamenn fastir á Nesjavallaleið

Sveitin var kölluð út rétt eftir klukkan ellefu á aðfangadagsvköld til að aðstoða kínverska ferðamenn sem sátu fastir í bíl á Hafravatnsvegi. Sex manns fóru á tveimur jeppum sveitarinnar og ætluðu að aðstoða ferðamennina. Þeir virðast hinsvegar hafa náð að bjarga málunum sjálfir því ekki fundust þeir þegar komið var …

F2 gulur: Óveður í Kópavogi

Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið. Þónokkur verkefni voru í Kópavogi, allt frá Kársnesi og upp í Hvarfahverfi. Verkefnin voru fjölbreytt, tré að falla á hús, þakplötur að rifna af húsþökum, skilti að fjúka, vinnupallar að hrynja niður og fjúkandi trampolín svo eitthvað sé nefnt. Útkallið …

F3 grænn: Kind í sjálfheldu

Sveitin var kölluð út til að aðstoða við endurheimtur á kind sem var í sjálfheldu í Meðalfelli fyrir ofan Hurðarbak í Kjós. 5 manns fóru og aðstoðuðu bændur við að ná í féð.

F2 gulur: Leit að konu innanbæjar

Sveitin var kölluð út fyrir hádegi til leitar að konu sem var týnd innanbæjar á Höfuðborgarsvæðinu. Leitin var afturkölluð skömmu eftir hádegi.

F2 gulur: Neyðarsól yfir Skerjafirði

Bátahópur sveitarinnar var kallaður út til leitar eftir að neyðarsól sást á lofti yfir Skerjafirði. Leitað var þangað til að önnur neyðarsól sást á lofti sem greinilega var skotið upp frá landi.

F2 gulur: Leit að göngumanni við Hrafntinnusker

Sveitin var kölluð út til leitar að erlendum ferðamanni sem sást síðast í Landmannalaugum. Sunnudaginn 19. september fóru leitarhópar og leituðu líklegar leiðir án árangurs. Helgina eftir var aftur farið til leitar og þá leitað í nágrenni við Landmannalaugar þar sem svæðið hafði verið reitað niður og einstaka hópar fengið …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi