Tilkynnt var um týndan mann í Reykjavík uppúr hádegi laugardaginn um verslunarmannahelgi. Þrátt fyrir að margir væru í fríi tókst vel að manna útkallið og fóru 2 hópar úr húsi. í hópunum voru sérhæfðir leitarmenn og hjól sveitarinnar sem nýttust vel við leitina.
Sveitinni barst beiðni um aðstoð rétt eftir hálf 10. Góð mæting var af hálfu sveitarinnar og fóru 3 bílar og 15 manns á staðinn. Flestir virtu lokanir lögreglu og lauk aðgerðum klukkan 2 eftir miðnætti.
Tilkynnt var um að paraglider hefði sést fara í sjóinn. Stærri bátur sveitarinnar, Stefnir var í gæsluverkefni í nauthólsvík og gat því brugðist hratt við. Stuttu síðar fór Sædís, minni bátur sveitarinnar af stað.