Útköll

F2 gulur: Leit á Höfuðborgarsvæðinu

F2 rauður: Leit á Höfuðborgarsvæðinu

F2 gulur: Óveður á höfuðborgarsvæðinu

F2 rauður: Leit í Reykjanesbæ

Sveitin var boðuð út að kvöldi jóladags til leitar að manni í Reykjanesbæ sem óttast var um. Tveir hópar frá sveitinni fóru strax til leitar. Maðurinn fannst heill á húfi um klukkustund eftir að sveitin var boðuð. 10 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu.

F1 grænn: Manneskja í sjó við Kirkjusand

Tilkynning barst um manneskju sem talið var að hefði horfið í sjóinn við Kirkjusand í Reykjavík. Stefnir fór á staðinn til leitar, en fljótlega kom í ljós að manneskjan sem talið var að væri í sjónum var óhlut á landi og bjargir því afboðaðar.

F2 rauður: Óveðursaðstoð á Höfuðborgarsvæðinu

Sveitin var kölluð út um miðjan dag vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu. Mörg útköll komu í Kópavogi vegna bæði lausra og fastra hluta sem voru að fjúka og valda hættu. Þakplötur voru að losna af húsþökum, stillansar og byggingarefni að fjúka í kringum nýbyggingar, hurðir og gluggar fuku upp og skemmdust …

F2 rauður: Leit í Reykjavík

Sveitin var boðuð til leitar að manni innanbæjar í Grafarvogi í Reykjavík. Boðað var til leitar um miðnætti og stóð hún yfir í hátt í þrjá tíma þangað til sá týndi fannst heill á húfi.

F1 gulur: Hættuástand á sjó við Borgartún

Bátahópar voru boðaðir á hæsta forgangi vegna öskra og hávaða sem kom frá bát úti fyrir Sæbraut á móts við Borgartún í Reykjavík. Vinnukvöld var í gangi á sama tíma hjá sveitinni og tók því aðeins örfáar mínútur að manna bát og fara úr höfn. Á vettvangi kom í ljós …

F2 gulur: Leki í bát á Faxaflóa

Sveitin var kölluð út vegna leka í bát á Faxaflóa. Stefnir fór úr höfn stuttu eftir boðun og var að koma að bátnum þegar útkallið var afturkallað þar sem ekki var talin þörf á frekari aðstoð.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi