Seinnipart laugardags fékk sveitin annað útkall dagsins en þá var tilkynnt um kayakræðara í vanda í Skerjafirði. Veður var vont, mikið rok og úfinn sjór en kajakræðarinn fannst sem betur fer fljótt á reki undan vindi og var kominn í land rúmum hálftíma eftir að útkallið barst.
Aðfaranótt laugardags klukkan 01:03 fékk sveitin útkall vegna skipstrands í Helguvík. Innan hálftíma frá útkalli voru 2 hópar frá okkur farnir úr húsi, 4 á björgunarbátnum Stefni og 4 á bíl með öfluga ljóskastara til að lýsa upp vettvang og fylgjast með skipinu. Sjóferðin gekk hægt sökum mikillar ölduhæðar og …