Útköll

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Nokkrar sveitir af höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar til leitar að manni í Reykjavík. Útkallið var afturkallað þegar maðurinn fannst áður en hópar fóru úr húsi.

F2 gulur: Leit í Reykjavík

Sveitin var kölluð út uppúr kl. 22 til leitar að eldri manni í Grafarholti í Reykjavík sem hafði verið týndur frá því fyrr um kvöldið. Maðurinn fannst heill á húfi rúmum hálftíma eftir boðun.

F2 rauður: Leit í Kópavogi

Sveitin var kölluð út um kvöldmatarleitið til leitar í Vatnsendahlíð og efri byggðum Kópavogs að manni sem ekkert hafði spurst til frá því um morguninn. Mikil rigning hafði verið um daginn en það stytti upp síðdegis. Seint um kvöldið var hiti kominn niður fyrir frostmark og spár gerðu ráð fyrir …

F2 rauður: Leit að rjúpnaskyttu sunnan Egilsstaða

Sveitir af mestöllu landinu voru boðaðar til leitar á Hallormsstaðahálsi á Héraði sunnan Egilsstaða þar sem rjúpnaskytta hafði ekki skilað sér til baka af fjalli í lok dags á föstudegi. Flogið var með stóran hóp göngumanna austur á Egilsstaði frá Reykavíkurflugvelli sem leituðu á laugardeginum auk þess sem farið var …

F1 rauður: Í sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli

Undanfarar björgunarsveita voru kallaðir út til að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar austur að Gunnólfsvíkurfjalli við Finnafjörð í Bakkaflóa þar sem maður hafði lent í sjálfheldu í fjallinu. Talsvert erfitt var að komast að manninum og aðstoða hann niður en að lokum tókst með öruggum hætti að komst til hans og …

F2 rauður: Týndar rjúpnaskyttur á Snæfellsnesi

Sveitir af öllum vesturhelmingi landsins voru kallaðar til leitar á Snæfellsnesi þar sem tvær rjúpnaskyttur höfðu ekki skilað sér af fjalli í lok dags eins og til stóð. Mjög slæmt veður var á svæðinu, lélegt skyggni, rok og úrkoma sem gerði leit á svæðinu mjög erfiða. Eftir langa og erfiða …

F2 rauður: Villt rjúpnaskytta í nágrenni Botnssúlna

Rjúpnaskytta sem hafði verið á svæði sem kennt er við Kjöl suðvestan við Botnssúlur lent í svartaþoku og missti áttirnar. Maðurinn var með síma sem ekki var orðinn batterýslaus og svo vel vildi til að símasamband var á svæðinu þannig hann gat óskað eftir aðstoð sjálfur. Á meðan björgunarsveitir voru …

F3 gulur: Fastir bílar á Nesjavallaleið

Beint í framhaldi af rútuslyssútkalli á Mosfellsheiði kom tilkynning um mikinn fjölda fólks í föstum bílum á Nesjavallaleið. Hópar sem höfðu lokið verkefnum á Mosfellsheiði fóru því þaðan til aðstoðar yfir á Nesjavallaleið, en þegar komið var á staðinn fundust engir fastir bílar þar.

F1 rauður: Rútuslys á Mosfellsheiði

Sveitin var kölluð út ásamt fleiri viðbragðsaðilum vegna hópslyss á Mosfellsheiði þar sem rúta með erlendum ferðamönnum hafði oltið út af veginum í mikilli hálku. Flytja þurfti marga af farþegum rútunnar á sjúkrahús en óslasaðir voru fluttir á fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Mosfellsbæ.

F1 grænn: Jetski slys við Kópavogshöfn

Sveitin var boðuð út á hæsta forgangi þegar tilkynning barst um að maður á jetski hefði lent í slysi fyrir utan Kópavogshöfn og væri í sjónum. Þegar menn voru að undurbúa brottför úr húsi var maðurinn búinn að synda í land og ekkert amaði að honum. Jetskiið hafði bilað og …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi