F2 gulur: Innabæjar leit í Kópavogi
Innanbæjar leit í Kópavogi að týndri konu. Þar sem þetta var í næsta nágreni fóru sveitarfélagar á hjólum úr bækistöð. Margir komu að leitinni og þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar. Konan fannst skömmu síðar.
Innanbæjar leit í Kópavogi að týndri konu. Þar sem þetta var í næsta nágreni fóru sveitarfélagar á hjólum úr bækistöð. Margir komu að leitinni og þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar. Konan fannst skömmu síðar.
Tilkynnt var um týndan mann í Reykjavík uppúr hádegi laugardaginn um verslunarmannahelgi. Þrátt fyrir að margir væru í fríi tókst vel að manna útkallið og fóru 2 hópar úr húsi. í hópunum voru sérhæfðir leitarmenn og hjól sveitarinnar sem nýttust vel við leitina.
Léttabátur í vandræðum í kollafirði. Mjög hvasst var í firðinum. Útkallið var afturkallað skömmu síðar en þá var báturinn kominn í land.
Leit að týndri konu við Hvaleyrarvatn.
Sveitinni barst beiðni um aðstoð rétt eftir hálf 10. Góð mæting var af hálfu sveitarinnar og fóru 3 bílar og 15 manns á staðinn. Flestir virtu lokanir lögreglu og lauk aðgerðum klukkan 2 eftir miðnætti.
Tilkynnt var um að paraglider hefði sést fara í sjóinn. Stærri bátur sveitarinnar, Stefnir var í gæsluverkefni í nauthólsvík og gat því brugðist hratt við. Stuttu síðar fór Sædís, minni bátur sveitarinnar af stað.
Óskað var eftir aðstoð við leita að 2 konum í Fljótshlíð. 2 hópar fóru á staðinn.
Óskað var eftir mannskap til leitar að manni í Breiðholti. Hópur frá sveitinni tók þátt og fannst maðurinn eftir stutta leit.
Tilkynning barst um örmagna mann á Hvannadalshnjúk. Óskað var eftir Undanförum til að fara með þyrlu.
Óskað var eftir um 9 leytið. Kona hafði fótbrotnað og þurfti að koma henni niður. Undanfarar fóru úr húsi. Hún var sótt með þyrlu.