Útköll

F2 gulur: Leit við elliheimilið Grund

Sveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar að vistmanni sem hafði horfið frá Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Leitað var í næsta nágrenni heimilsins og líklegar leiðir út frá því. Viðkomandi fannst heill á húfi eftir um einnar og hálfrar klukkustundar leit eftir tilkynningu frá vegfaranda.

F2 rauður: Týnd kona við Álftavatn

Sveitin var boðuð út skömmu eftir miðnætti til leitar í nágrenni við Álftavatn á Soginu, norðan við Selfoss. Þar voru sveitir á svæðinu búnar að vera að leita að konu sem fór út frá sumarbústað og ekkert hafði spurst til. Óskað var eftir viðbótarmannskap af Höfuðborgarsvæðinu og fleiri svæðum á …

F2 grænn: Vélarvana bátur við Kópavogshöfn

Lítill bátur með þremur innanborðs lenti í vandræðum við Kópavogshöfn og komst ekki inn í höfnina fyrir eigin vélarafli. Þrír félagar sveitarinnar fóru út á Stefni og dróu bátinn í land. Engin hætta var á ferðum, enginn vindur og sléttur sjór.

F2 gulur: Leit í Smárahverfi

Sveitin var boðuð til leitar kl. 22:45 í Smárahverfi að dreng sem hafði síðast sést við Smáralind fyrr um kvöldið. Drengurinn fannst heill á húfi stuttu eftir boðun.

F2 gulur: Leit við Vífilsstaðavatn

Sveitin var boðuð til leitar um kl. 3 að nóttu vegna konu sem saknað var við Vífilsstaðavatn. Ekkert hafði spurst til hennar frá því kvöldið áður og farið að óttast um hana. Hún fannst heil á húfi eftir rúmlega klukkutíma leit.

F2 gulur: Leit í Sæbólshverfi

Rétt uppúr miðnætti var boðað til leitar að manni með þroskahömlun í Sæbólshverfi. Hann hafði farið af heimili þar fyrr um kvöldið og ekkert spurst til hans. Reiðhjólahópur frá sveitinni byrjaði að hraðleita göngustíga á svæðinu þangað til leitin var afturkölluð um klukkan eitt um nóttina. Þá hafði leigubílstjóri fundið …

F2 gulur: Leit á Kársnesi

Sveitin var boðuð til leitar í Kópavogi, þe. voginum sem bærinn ber nafn sitt af, og á Kársnesi vegna ungs karlmanns sem saknað var. Síðast var vitað um ferðir hans á því svæði fyrr um daginn og voru allar sveitir á Höfuðborgarsvæðinu boðaðar til leitar. Á sjó var leitað með …

F2 rauður: Leit við Miðdal

Sveitin var kölluð út uppúr kl. 11 á frídegi verslunarmanna til leitar að manni sem var týndur í nágrenni við Miðdal skammt frá Laugarvatni. Hann hafði ekki skilað sér á tjaldsvæði þar um nóttina eins og búist hafði verið við og var farið að óttast um hann. Maðurinn fannst skömmu …

F1 rauður: Bátur strandar við Vogastapa

Sjóbjörgunarsveitir voru kallaðar út vegna báts sem strandaði við Vogastapa á Suðurnesjum. Í fyrstu var ekki ljóst hvað hafði orðið um áhöfn bátsins en síðar kom í ljós að tveir menn sem á honum voru höfðu sjálfir synt úr honum í land. Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði mennina síðan um borð til …

F2 rauður: Leit við Fimmvörðuháls

Sveitin var kölluð út til leitar að konu og karli á Fimmvörðuhálsi sem ekkert hafði spurst til. Um var að ræða göngumenn sem ætluðu að gang frá Skógum yfir í Þórsmörk en höfðu ekki látið vita af sér í Þórsmörk líkt og til stóð. Sveitir allt frá Kirkjubæjarklaustri til Höfuðborgarsvæðisins …

Hjálparsveit skáta í Kópavogi