Tveir menn frá sveitinni voru staddir við Sólheimajökul þegar leiðsögumenn sem voru að koma af jöklinum tilkynntu að vatn væri að koma upp úr svelg á óvenjulegum stað á jöklinum og því fylgdi gaslykt. Lögregla ákvað að fá ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að senda ekki hópa af stað, kalla þá …
Sveitin var kölluð út vegna flugvélar sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Hún hafði misst afl á vinstri hreyfli og ákvað að lenda á Íslandi á leið sinni milli Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Viðbúnaðurinn var fljótlega afturkallaðaður. Vélin lenti heilu og höldnu.
Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út vegna slys í Kirkjufelli á Snæfellsnesi þar sem kona hafði fallið og slasast mikið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og áttu undanfararnir að vera til taks ef aðstoð þyrfti í fjallið. Lagt var af stað áleiðis á Snæfellsnes en hópar voru afturkalaðir …
Sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar að konu í Vesturbæ Reykjavíkur. Óskað var eftir sérhæfðum leitarmönnum, gönguhópum og hjólum til leitar innanbæjar. Björgunarsveit fann konuna eftir stutta leit.
Sveitin ásamt öðrum björgunarsveitum á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum var kölluð út til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfirði. Hann var á bíl síðast þegar hann sást þannig til stóð að leita alla vegi og slóða í Hafnarfirði og nágrenni. Einnig var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og fannst …
Lögregla kallaði sveitina upp í Landmannalaugum vegna þriggja einstaklinga sem sátu föst í bíl ofan í á á Fjallabaksleið Nyrðri. Engin hætta var á ferðum en fólkið þurfti aðstoð við að komast úr ánni. Þegar komið var á staðinn var bílinn dreginn upp úr ánni og skilinn eftir á árbakkanum …
Sveitin var kölluð út á hæsta forgangi vegna tilkynningar um að skúta hafi sést á hvolfi á Skerjafirði. Stefnir kom fljótt á staðinn en þar var enginn skúta, hinsvegar voru þar tveir menn á ferð á slöngubát sem höfðu ekki orðið varir við neina skútu í vanda. Bátar SL og …
Hálendisvakt sveitarinnar fékk aðstoðarbeiðni frá Lögreglu um kvöldmatarleitið vegna tveggja kvenna sem höfðu lent í sjálfheldu. Fyrstu upplýsingar voru að þær væru í brattri fjallshlíð einhversstaðar í nágrenni við Landamannalaugar. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er í rauninni allt Landmannalaugasvæðið meira og minna þakið bröttum fjallshlíðum og því …
Bátasveitir á Höfuðborgarsvæðinu ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út vegna skyndilegra veikinda hjá farþega um borð í Hvalaskoðunarbát á Faxaflóa. Stefnir, stærri bátur sveitarinnar, var lagður af stað úr höfn í Kópavogi 12 mínútum eftir að fyrstu boð bárust. Hlúð var að sjúklingnum um borð í Hvalaskoðunarbátnum þar …
Lögregla óskaði eftir að við aðstoðuðum ökumann sem sat fastur á bíl sínum í Norðari-Ófæru á leið að Gjátind sem er útúrdúr frá Fjallabaksleið Nyrðri rétt norðan við Hólaskjóls. Áður en við komum á staðinn var landvörður í Eldgjá kominn á staðinn líka og gat lýst aðstæðum fyrir okkur. Við …