F2 gulur: Leit í Fossvogi
Leit að manni sem talið var að gæti hafa lent í sjónum í Fossvogi. Bátar og landhópar voru boðaðir, en útkallið var afturkallað stuttu síðar þegar í ljós kom að maðurinn sem leitað var að hafði ekki lent í sjónum.
Leit að manni sem talið var að gæti hafa lent í sjónum í Fossvogi. Bátar og landhópar voru boðaðir, en útkallið var afturkallað stuttu síðar þegar í ljós kom að maðurinn sem leitað var að hafði ekki lent í sjónum.
Sveitin var boðuð til leitar að ungum manni sem saknað hafði verið frá 1. mars 2017. Fossvogur, Kársnes og nærliggjandi svæði voru leituð á land og á sjó án árangurs.
Allar björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna gríðarlega mikillar snjókomu. Helstu verkefni björgunarsveita voru að aðstoða slökkvilið við sjúkraflutninga og koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þar sem þetta gerðist á aðfaranótt sunnudags var umferð með minnsta móti en þó var eitthvað um að menn væru að festast hér og þar. …
Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til vegna óveðurs sem gekk yfir. Öllum leiðum til og frá þéttbýli Höfuðborgarsvæðisins var lokað sem gerði það að verkum að fáir lentu í vandræðum á heiðum en aðstoða þurfti einstaka vegfaranda hér og þar. Einnig var farið í nokkur verkefni vegna foks innanbæjar.
Sveitin var ásamt öðrum björgunarsveitum boðuð til leitar á Völlunum í Hafnarfirði að konu sem óttast var um. Í fyrstu var óskað eftir sérhæfðum leitarhóp og fór einn hópur til leitar ásamt því að Stefnir var kallaður til leitar líka, en hann var úti á sjó í æfingu. Síðar var …
Sveitin var kölluð út vegna óveðurs sem gekk yfir Kópavog. Þakkanntar, bárujárn, lausir hlutir og ýmislegt fleira var farið að fjúka og valda bæði tjóni og hættu fyrir almenning. 15 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu.
Sveitin var boðuð út á hæsta forgangi vegna þriggja göngumanna sem lentu í snjóflóði í Grafardal í Esju. Snjóbíll sveitarinnar, jeppar og um 28 manns frá sveitinni tóku þátt í útkallinu. Mennirnir voru fluttir á staði í fjallinu þar sem þyrla LHG gat athafnað sig til að taka þá um …
Sveitin var kölluð út vegna manns sem salasðist á göngu í Helgafelli við Kaldársel. Maðurinn var fluttur í sjúkrabíl sem beið við bílastæðið við Kaldársel.
Sveitin var boðuð út nokkrum sinnum á tímabilinu frá 16. - 22. janúar til leitar að ungri konu sem hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Í upphafi leitar voru svæði leituð í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sást síðast og í Hafnarfirði þar sem …
Sveitin var kölluð út rétt fyrir kl. 16 vegna tveggja ferðamanna á einum vélsleða sem skiluðu sér ekki til baka úr ferð í nágrenni við Skálpanes á Kili. Þrír sleðamenn fóru úr húsi um 25 mínútum eftir boðun og snjóbíll sveitarinnar var einnig sendur stuttu síðar ásamt mikið breyttum jeppum. …