F2 grænn: Hjólreiðaslys á Gæsavatnaleið
Kona óskaði aðstoðar hálendisvaktar eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi á Gæsavatnaleið. Hún hafði verið að hjóla frá Nýjadal og var ferðinni heitið að Drekagili við Öskju.
Kona óskaði aðstoðar hálendisvaktar eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi á Gæsavatnaleið. Hún hafði verið að hjóla frá Nýjadal og var ferðinni heitið að Drekagili við Öskju.
Sveitin var kölluð út ásamt fleiri björgunarsveitum af Höfuðborgarsvæðinu og SHS vegna ungrar konu sem féll af hjóli sínu og slasaðist á öxl. Hún var að hjóla Jaðarinn sem er vinsæl fjallahjólaleið frá Bláfjallavegi að Elliðavatni í jaðri hraunbreiðu í Heiðmörk sem heitir Húsfellsbruni. Flytja þurfti konuna nokkurn spöl þangað …
Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar rétt eftir miðnætti til leitar að erlendum ferðamanni sem síðast hafði sést til úti á Granda í Reykjavík. Ferðamaðurinn kom fram síðar um nóttina heill á húfi eftir tæplega fjögurra klukkustunda leit.
Undanfarar björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar austur að Sólheimajökli þar sem ferðamaður hafði runnið niður tugi metra og slasast. Björgunarsveitir á Suðurlandi komu að manninum sem var síðan fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur.
Sveitin var boðuð á hæsta forgangi vegna báts sem varð vélarvana á Skerjafirði og rak í áttina að Lönguskerjum. Stefnir var við það að leggja úr höfn þegar annar sjófarandi var kominn á vettvang og búinn að ná bátnum í tog.
Sveitin var boðuð út til leitar að ferðamanni sem hafði dottið fram af snjóskafli yfir jökulánni í Sveinsgili nálægt Landmannalaugum. Ferðafélagi mannsins sá hann falla í ánna þaðan sem straumurinn bar hann undir skaflinn. Skaflinn huldi ánna á um 46 metra löngum kafla, mjög þykkur og harðgerður snjór. Björgunarsveitir af …
Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru kallaðar til leitar við Djúpavatn á Reykjanesi uppúr kl. 16 vegna bresks göngumanns sem hafði orðið viðskila við ferðafélaga sína. Hópurinn var að ganga Reykjaveg frá Reykjanesi til Nesjavalla. Þegar leit var farin vel af stað barst vísbending um ferðir mannsins við Grindarskörð og …
Sveitin var kölluð út um miðjan dag á sjálfan Sjómannadaginn vegna lítils slöngubáts sem varð bensínlaus á Skerjafirði vestan Kársness. Þrír menn voru um borð en engin hætta var á ferðum. Farið var út á björgunarbátnum Stefni og báturinn dreginn til hafnar í Kópavogi.
Bátar og landhópar voru kallaðir til leitar í morgun að ungum manni í Fossvogi sem óttast var um. Stefnir, stærri bátur sveitarinna fór til leitar ásamt gönguhóp og reiðhjólahóp. Maðurinn kom fram heill á húfi þegar leit hafði staðið yfir í tæpa þrjá tíma.
Sveitin var kölluð út aðfaranótt sunnudags vegna eldri manns sem var týndur í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fannst heill á húfi stuttu eftir boðun.