Útköll

F3 grænn: Fastur bíll í Laugalæk

Vegfarandi kom í hálendisvaktarskálann við Landmannalaugar vegna bíls sem sat fastur í vaðinu á Laugalæk við Landmannalaugar. Um fólksbíl var að ræða sem var á leið úr Landamannalaugum og hafði drepist á vélinni í fyrra vaðinu. Ökumaðurinn vildi fá start út í ánni og á endanum urðum við við þeirri …

F3 grænn: Bíll í Laugalæk við Landmannalaugar

Þýsk hjón sem voru á leið inn í Landmannalaugar á Volkswagen Caravelle festu bílinn í Laugalæk þar sem er annað af tveimur vöðum sem þarf að ganga eða aka yfir 300 metrum áður en komið er að lauginni í Landmannalaugum. Bíllinn hafði drepið á sér á leiðinni yfir vaðið. Bílinn …

F2 grænn: Veikindi í Veiðivötnum

Óskað var eftir aðstoð í Veiðivötnum vegna manns sem hafði veikts skyndilega í veiðiferð. Þrír menn fóru á staðinn á einum bíl. Maðurinn var fluttur á móts við sjúkrabíl. Sveitin var á hálendisvakt á Fjallabakssvæðinu frá 25. júní til 2. júlí og þetta var eitt af verkefnunum sem komu á …

F2 gulur: Kajakræðari í sjónum á Skerjafirði

Sveitin var boðuð út vegna tilkynningar um kajakræðara í sjónum á Skerjafirði rétt fyrir utan Skildinganes í Reykjavík. Útkallið var afturkallað þegar í ljós kom að það sem sást í sjónum var bauja og en ekki kajakræðari.

F2 rauður: Leit í Elliðaárdal

Leitað að mann sem síðast hafði spurts til í byrjun mánaðarins. Leitað var í Elliðaárdal mánudaginn 19. júní og svo aftur tæpri viku seinna 25. júní. Maðurinn er ennþá ófundinn.

F2 grænn: Vélarvana bátur fyrir utan Kópavogshöfn

Sveitin var kölluð út vegna vélarvana trillu rétt utan Kópavogshafnar. Engin hætta reyndist á ferðum fyrir áhöfnina, akkeri hafði verið sett niður og enginn hætta á strandi. Sædis, minni bátur sveitarinnar, fór út og dró trilluna til hafnar.

F1 gulur: Bátur strand við Vatnsleysuvík

Sveitin var kölluð út vegna báts sem strandaði í fjörunni við Vatnsleysuvík á móts við Kúagerði. Búið var að manna bækistöð og björgunarbátinn Stefni þegar útkallið var afturkallað nokkrum mínútum síðar. Báturinn hafði þá losnað af strandstað og gat silgt fyrir eigin vélarafli til hafnar.

F2 gulur: Leit að hlaupara við Helgafell

Sveitin var kölluð til leitar að týndum hlaupara sem hafði orðið viðskila við hlaupafélaga sína við Helgafell í Hafnarfirði. Mikil rigning var á svæðinu, frekar kalt í veðri og maðurinn klæddur í hlaupaföt sem ekki nægja til að halda hita á manneskju í kyrrstöðu við slíkar aðstæður. Allar sveitir á …

F2 rauður: Slasaðist á göngu við Nesjavelli

Kona slasaðist á göngu á Dýrafjöll við Nesjavelli. Björgunarsveitir af suðurlandi og undanfarar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til þar sem talið var að bera þyrfti þá slösuðu talsverða leið í sjúkrabíl. Þyrla landhelgisgæslunnar kom síðan líka á staðinn þannig ekki reyndist þörf á böruburði landleiðina.

F3 gulur: Óveðursaðstoð í Kópavogi

Sveitin sinnti nokkrum óveðursverkefnum í hvassri suðaustanátt í Kópavogi og víðar á Höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis fór trampolín og gámur af stað í Lindahverfi.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi