Leit að konu sem hugðist fara á gönguskíðum umhverfis Mýrdalsjökul og talið var að væri norðan jökulsins. Snjóbíll sveitarinnar fór austur rétt eftir hádegi en ferðin sóttist hægt vegna aftakaveðurs sem var á svæðinu. Þeir fundu konuna heila á húfi morguninn eftir.
Sleðar, snjóbíll, jeppar og undanfarar voru boðaðir vegna vélsleðaslys í Skálafelli. Tveir menn á tveimur vélsleðum höfðu farið fram af hengju og óttast að þeir væru slasaðir. Snjóblinda og skafrenningur gerði hópum erfitt fyrir að athafna sig. Mennirnir voru fluttir á snjótroðara niður í sjúkrabíl sem flutti þá á slysadeild.
Óskað var eftir aðstoð vegna fólks á tveimur föstum bílum við Hjallaflatir í Heiðmörk. Hvorki lögregla né dráttarbíll komust á staðinn vegna ófærðar. Það náðist að losa annan bílinn en fólkið úr hinum bílnum var flutt til byggða.
Um kvöldmatarleitið var sveitin boðuð til leitar að ungri stúlku í Reykjavík sem ekkert hafði spurst til síðan rétt eftir hádegi. Stúlkan fannst heil á húfi um klukkustund eftir boðun.
Sveitin kölluð út vegna óveðursaðstoðar í austur- og vesturbæ Reykjavíkur. Einn hópur var sendur til aðstoðar og sinnti tveimur verkefnum, m.a. að binda niður fellihýsi sem var laust og saga niður tré sem hafði brotnað í óveðri.
Maður fótbrotnaði við Lambafell suðaustan við Bláfjöll. Undanfarar af svæði 1 og 3 voru á samæfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar við Sandskeið og fóru á vettvang. Þyrlan kom fyrst að og flutti hinn slasaði á slysadeild.
Óskað var eftir aðstoðar sveitarinnar vegna bíls sem hafði farið í sjóinn við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Stefnir, bátur sveitarinnar var sendur af stað til leitar. Auk þess fór bíll sveitarinnar, Kópur 5, til þess að lýsa upp leitarsvæðið.
Sveitin var kölluð út vegna slyss í Esju. Maður hafði slasast við Stein og gat ekki gengið niður. Hópur undanfara lagði af stað frá HSSK. Manninum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Sveitinni barst beiðni um aðstoð vegna manns sem var í sjálfheldu í Blikdal. Snjóbíll sveitarinnar var sendur af stað ásamt einum gönguhópi og sleðaflokki sveitarinnar. Gönguhópur frá HSSK var kominn nálægt hinum týnda þegar honum var bjargað af annarri björgunarsveit.
Sveitin var kölluð út vegna 30 tonna báts í Kópavogshöfn sem hafði losnað frá bryggju og slóst upp í hafnargarðinn. 11 manns frá HSSK mættu í þetta úkall og leystu þetta verkefni á báti sveitarinnar, Stefni.